Kjósendur vilji ekki hermikráku
Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Malmö, segir að alls staðar í Evrópu hafi hófsamir hægriflokkar að einhverju leyti tekið upp harða flóttamannastefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórnmálanna. Margir kjósendur gömlu hægri flokkanna vilji þó ekki eftirhermur og kjósi því flokka sem hafi fyrst talað fyrir harðari flóttamannastefnu.