Samtal við samfélagið

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hefur smekkur okkar áhrif á hvernig aðrir meta okkur? Mads Meier Jæger, prófessor við Kaupmannahafnarskóla, svaraði þeirri spurningu á fyrirlestri sem hann flutti nýlega á vegum félagsfræðinnar og hann ræddi rannsóknir sínar í spjalli við Sigrúnu í kjölfarið. Því hefur oft verið haldið fram að meiri virðing sé tengd smekk sem telst til hámenningar (t.d. að hlusta á óperur eða kunna að meta ostrur) en lægri virðing smekk sem er talinn endurspegla lágmenningu (t.d. að hlusta á þungarokk eða vilja bara ostborgara). Á svipaðan hátt er fólk sem blandar saman há- og lágmenningu oft metið hærra en þau sem hafa einungis áhuga á öðru hvoru forminu. Með megindlegum og eigindlegum aðferðum sýnir Mads fram á að bæði sjónarhornin skipta máli fyrir hvernig fólk er metið í dönsku samfélagi. Danir álíta til dæmis að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengjast hámenningu færari á efnahagssviðinu og fólk ber meiri virðingu fyrir slíkum einstaklingum en þau sem að geta blandað saman há-og lágmenningu eru talin áhugaverðari og álitin hafa hærri félagslega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slíkar skilgreiningar hafa áhuga á möguleika okkar og tækifæri í samfélaginu. Þau setja niðurstöðurnar einnig í samhengi við stefnumótun, en rannsóknir Mads hafa meðal annars verið notaðar til að móta menntastefnu í Danmörku.
· Umsjón: Kjartan Páll Sveinsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Sultugerðarmenn, varið ykkur
    Sif · 06:05

    Sultu­gerð­ar­menn, var­ið ykk­ur

    Njósnarinn á Hotel Klomser: Mesti njósnari 20. aldar?
    Flækjusagan · 15:10

    Njósn­ar­inn á Hotel Klomser: Mesti njósn­ari 20. ald­ar?

    Hafa sofið á viðbúnaðarverðinum
    Eitt og annað · 06:48

    Hafa sof­ið á við­bún­að­ar­verð­in­um

    Að loknu fordæmingarfylliríi
    Sif · 05:15

    Að loknu for­dæm­ing­ar­fylli­ríi