Úkraínuskýrslan

Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heimilaði nýverið Úkraínu að nota ATACMS skotflaugakerfið gegn skotmörkum í Rússlandi. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt leyfi hefur verið veitt fyrir notkun langdrægra eldflauga utan landamæra Úkraínu.
· Umsjón: Óskar Hallgrímsson

Í upphafi var nokkur óvissa um hvort Bandaríkin hefðu veitt leyfi fyrir notkun skotflauganna og, ef svo, hvort það væri með eða án skilyrða. Upphaflega voru leyfin mjög takmörkuð og studdu aðeins hernaðaraðgerðir Úkraínu í Kúrsk-héraði. Því næst bárust fregnir um að leyfið næði bæði til notkunar ATACMS skotflauga innan Rússlands og einnig leyfi til beitingar breskra og franskra Storm Shadow/Scalp stýriflauga gegn sömu skotmörkum.

Þrátt fyrir að þær flaugar séu framleiddar í Bretlandi og Frakklandi, byggja þær að hluta til á rafeindabúnaði frá Bandaríkjunum, sem gerir notkun þeirra háða samþykki bandarískra yfirvalda.

Norður-Kórea hefur látið í té um 12.000 hermenn og gífurlegt magn skotfæra. Sem dæmi þá eru skotfæri frá Norður-Kóreu fyrir stórskotalið meira en samanlagt framlag Evrópu og Bandaríkjanna til Úkraínu. Talið er að allt að 60% skotfæra sem rússneskt stórskotalið notar í Úkraínu séu frá Norður-Kóreu.

Ákvörðunin um notkun flauganna kemur í skugga bandarísku kosninganna og vekur spurningar um hvort Biden sé að tryggja arfleið sína og veita Úkraínu möguleika á notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi áður en ríkisstjórn Trump tekur við. 

Selenskí forseti var ekki ómyrkur í máli í svari sínu við þessari ákvörðun er hann sagði: 

„Eldflaugarnar munu nú tala fyrir sig sjálfar.“

Og ekki leið á löngu þar til það gerðist. Fyrstu skotflaugarnar lentu á stórri vopnageymslu í Bryansk-héraði degi eftir að ákvörðunin var tilkynnt.

Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri NATO, sagði nýlega á fundi með ráðherrum ESB um varnarmál að það væru engin merki um að Rússar séu að undirbúa kjarnorkuárás þrátt fyrir hálofta yfirlýsingar Vladímírs Pútíns og annarra úr hans ríkisstjórn. Þær væru gerðar til að skapa umræðu um þau og ekkert annað.

Þingið í Rússlandi samþykkti breytingu á kjarnorkustefnu Rússa, sem heimilar notkun kjarnavopna sem svar við árásum á Rússland með hefðbundnum langdrægum vopnum.

Tveimur dögum síðar. Í gærmorgun þegar ég skrifaði þessi orð upprunalega, þurftum við hjónin að taka saman og koma okkur út því við fengum viðvörun um að Rússar væru að undirbúa árás með gífurlega öflugri RS-26 Rubezh eldflaug.

Það sem kom á eftir og annað því tengt í Úkraínuskýrslu vikunnar.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
    Pressa #30 · 1:00:00

    Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

    Kvöldvakt á bráðamóttökunni
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

    Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni

    Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
    Skýrt #5 · 01:51

    Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn

    Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
    Á vettvangi: Bráðamóttakan · 02:20

    Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn