Úkraínuskýrslan

„Siguráætl­un“ Selenskí - lið fyr­ir lið

Óskar Hallgrímsson fer yfir hvert atriði í „siguráætlun“ Selenskí og af hverju að það sé möguleiki á því að Úkraína komi sér upp kjarnorkuvopnum til að fæla Rússa frá því að ráðast aftur inn í landið.
· Umsjón: Óskar Hallgrímsson

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, kom til Íslands á dögunum, sem er stórmerkilegt í sögu landsins.  Fjallað var  ítarlega um heimsóknina á ljósvakamiðlum landsins, þar á meðal hér hjá Heimildinni.

Ísland ákvað að veita Úkraínu 1500 milljónir króna í aðstoð til vopnakaupa og þjálfunar hermanna. Kaup á loftvörnum eru þar sérstaklega mikilvæg, ásamt fjárfestingu í úkraínskum vopnaiðnaði.

Ákvörðunin hefur vakið einhver mótmæli hér á landi frá þeim sem eru á móti því að Ísland taki þátt í vopnakaupum, og telja jafnvel að peningurinn ætti frekar að fara til annarra málefna innanlands en aðstoðar til stríðshrjáðrar Úkraínu.

Selenskí kynnti fyrir ríkisstjórninni Siguráætlunina sem hann hefur verið að kynna fyrir leiðtogum heimsins að undanförnu. Áætlunin inniheldur alls fimm atriði, ásamt tveimur sem verða haldin leynd þar til annað kemur í ljós.

Í skýrslu vikunnar förum við yfir hvert atriði fyrir sig úr áætluninni og afhverju að það sé möguleiki á því að Úkraína komi sér upp kjarnorkuvopnum til að fæla Rússa frá því að ráðast aftur inn í landið eftir að friður kemst á og ef NATO eða sambærilegt varnarsamlag bandamanna neytar landinu um vernd.

Landið átti eitt sinn þriðja stærsta kjarnorkuvopnabúr heims, með hundruðum kjarnaodda, sem það afsalaði sér árið 1994 í svokölluðu Bútapestsamkomulagi gegn loforði stórveldanna um vernd, þar á meðal Rússlands. Samkomulagið átti að tryggja fullveldi og öryggi Úkraínu, sem gerði það í góðri trú, með von um að það eitt myndi fæla Rússa frá innrás.

Selenskí sagði á dögunum að hann „sæi engan annan valkost en kjarnorkuvopn“ ef Úkraína fengi ekki aðild að NATO.

Hann hefur ítrekað að Úkraína ætli sér ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum; Úkraína vill vera í NATO, taka þátt í samstarfi Evrópuþjóða og hefur engan vilja til að brjóta alþjóðalög eða samninga.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Gleymum ekki Úkraínu. Ef Úkraína fellur þá fer af stað dómínó sem breytir okkar heimshluta varanlega, sérstaklega þegar NATO er í sjálfu sér fallið áður en Trump veitir náðarhöggið. Munið að Slóvakía og Ungverjaland eru í NATO, þau mundu aldrei virða 5 greinina enda er hún svosem ansi opin í orðalagi fyrir túlkun. Yfirmaður NATO í Evrópu
    er alltaf Bandaríkjamaður og stjórnkerfið er því að mestu Bandarískt. Þó að Bandaríkjamenn færu bara sömu leið og De Gaulle tók Frakka á sínum tíma þá myndi það þýða að taugakerfi bandalagsins þyrfti að endurnýja, og það er ekki svo einfalt. Á meðan ættu Rússar fríspil. Vissulega myndu sumar þjóðir standa í lappirnar en samhæfingar yrði ansi flókin og erfið þegar taugakerfið sjálft er skemmt.
    0
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hljóðrit, ævintýri, sagnafólk og metoo
    Þjóðhættir #58

    Hljóð­rit, æv­in­týri, sagna­fólk og met­oo

    Eilíft vor í paradís
    Flækjusagan · 13:40

    Ei­líft vor í para­dís

    Urgur í Grænlendingum
    Eitt og annað · 06:23

    Urg­ur í Græn­lend­ing­um

    Hjartastopp á neyðarstæði
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #2 · 1:08:00

    Hjarta­stopp á neyð­ar­stæði