Pressa
Pressa #2754:14

Hægri bylgj­an til um­ræðu í Pressu

Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík norður, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður, mætast í Pressu.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson

Frambjóðendurnir og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, mætast í Pressu í beinni útsendingu af ritstjórnarskrifstofu Heimildarinnar í dag, föstudaginn 1. nóvember klukkan tólf.

Þau leiða hvort sitt Reykjavíkurkjördæmið; Guðlaugur Þór Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík norður og Þorbjörg Sigríður Viðreisn í Reykjavík suður.

Flokkar þeirra mælast á svipuðum slóðum og sækja fylgi sitt helst til hægri. Viðreisn þó ívið stærri með 15,8 prósent í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar og Baldurs Héðinssonar, en Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegri lægð með 13,7 prósent. 

Kosningarnar og staða flokkanna fyrir þær verða í brennidepli í þættinum auk þess sem þau verða krafin svara um með hverjum þeim hugnast að vinna eftir kosningar. Þá verður hin meinta hægri bylgja sem sumir álitsgjafar telja sig geta greint í könnunum til umræðu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    12 tilraunir til að gera skatta skemmtilegri
    Sif · 06:02

    12 til­raun­ir til að gera skatta skemmti­legri

    Enn lengist biðin
    Eitt og annað · 08:20

    Enn leng­ist bið­in

    Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
    Sif · 06:15

    Óskemmti­leg upp­lif­un við Leifs­stöð

    Kókaín, bananar og ferðatöskur
    Eitt og annað · 07:56

    Kókaín, ban­an­ar og ferða­tösk­ur