Upp­lifðu fal­lega stund áð­ur en lög­regla gekk til verka

Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason og Lukka Sigurðardóttir eru í hópi þeirra níu sem hafa lagt fram kæru á heldur ríkinu vegna ofbeldis sem hópurinn telur sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglu á mótmælum sem fram fóru 31. maí. Í viðtali við Heimildina lýsa þau upplifun sinni á mótmælunum og hvað þau telja að hafi orðið til þess að þau leystust upp í átök þar sem piparúða var meðal annars beitt.
· Umsjón: Georg Gylfason

Talsmenn hóps sem lagt hefur fram kæru á hendur ríkinu þar sem farið er fram á miskabætur vegna ofbeldis sem hópurinn telur sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglu á mótmælum sem fram fóru 31. maí settust niður með blaðamanni Heimildarinnar og sögðu frá sinni upplifun af mótmælunum. 

Mótmælin hófust snemma morguns, stundvíslega klukkan 8:30. Fundurinn fór fram beggja vegna Skuggasunds, þar sem ríkisstjórnin hélt fund í húsnæði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Mótmælendurnir, sem hópurinn segir að hafi verið að meirihluta til konur og mæður með barnavagna, stilltu sér upp við girðingar lögreglu á Lindargötu og Sölvhólsgötu og kröfðust aðgerða og skýrar yfirlýsingar af hálfu ríkisstjórnarinnar í málefnum Palestínu og stríðinu sem þar geisar um þessar mundir. 

Viðmælendurnir, Christa Hlín Lehmann, Daníel Þór Bjarnason og Lukka Sigurðardóttir, lýsa því að mótmælin hafi í fyrstu farið friðsamlega fram. Hópurinn sem þar hafði komið saman áttu fallega stund saman og fundu styrk í hver öðru. 

Úr jóga-tíma í átök við lögreglu

„Þetta er eldsnemma um morguninn í raun og veru og er að koma úr jóga-tíma þegar ég mæti þarna niður eftir. Ef ég á að fara í af hverju ég var þarna þá var þetta í framhaldinu af umræðunni, hvernig fólk er að taka aukið þátt og hvað þetta þetta er ekki að taka enda. [...] Það minnsta sem ég gat gert er að mæta og sína hópnum stuðning sem er búin að vera síðustu mánuði að standa og vekja athylgi á þessu,“ segir Christa Hlín Lehmann.  

Félagið Ísland-Palestína hefur staðið fyrir tíðum mótmæla- og samstöðufundum frá því að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs blossuðu aftur upp í október í fyrra. Viðmælendur lýsa þreytu yfir aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart neyð palestínskra borgara sem aukist með hverjum degi. 

Segja lögregluþjóna hafa slegið tóninn snemma

Í viðtalinu fara viðmælendur yfir atburðarásina, frá því að mótmælin hófust og þegar lögregla hóf að beita piparúða á mótmælendur til þess að greiða för ráðherrabíls sem var á leið að sækja ráðherra af ríkisstjórnarfundinum. Þau segja að lögregla hafi snemma slegið þann ofbeldisfulla tónn sem átti eftir að stigmagnast eftir því sem leið á mótmælin. 

„Þessi þar til gerðu grindverk ollu því að fólk stóð við grindverkið, augljóslega, til að mótmæla. Það var enginn að reyna að fara yfir eða komast nær ráðuneytinu sem slíku. En samt sem áður tók ég eftir því mjög snemma að lögregla var farin að beita líkamlegu valdi. Þeir voru að ýta fólki og það virtist vera eitthvað sem vatt upp á sig þegar leið á mótmælin, sem stóðu yfir til að verða tíu,“ segir Daníel Þór Bjarnason.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Ég næ að henda mér niður rétt fyrir hvellinn
    Úkraínuskýrslan #9 · 03:05

    Ég næ að henda mér nið­ur rétt fyr­ir hvell­inn

    Joðtöflur, dósakavíar, rafhlöður, kerti og peningaseðlar
    Eitt og annað · 07:57

    Joð­töfl­ur, dósaka­ví­ar, raf­hlöð­ur, kerti og pen­inga­seðl­ar

    Af óþægilega miklum eldmóði
    Sif #19 · 05:44

    Af óþægi­lega mikl­um eld­móði

    Blóðhefnd
    Bíó Tvíó #252 · 1:44:00

    Blóð­hefnd