Pressa
Pressa #1936:34

Sam­keppn­i­stríó­ið

Í 19. þætti af Pressu verður til umræðu um­deild laga­setn­ing sem heim­il­ar af­urða­stöðv­um í kjöt­iðn­aði að hafa með sér mikla sam­vinnu og umfangs­mik­ið sam­starf. Gestir verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
· Umsjón: Helgi Seljan

Tengdar greinar

Gestir Pressu verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Eflaust undruðust margir það þegar tríó myndaðist, samsett fulltrúum neytenda, launafólks og svo verslunareigenda og heildsala. Þetta ólíklega þríeyki hefur þó staðið saman í málum sem varða samkeppnismál, eða öllu heldur samkeppnisbrot, og nú síðast friðhelgi fyrir samkeppnislagabrotum, sem þeir telja að Alþingi hafi veitt nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins.

Umdeild lagasetning sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér mikla samvinnu og umfangsmikið samstarf, hefur verið til umfjöllunar í Heimildinni undanfarna viku. Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna gagnrýndi málið harðlega í viðtali á dögunum, það hafði Samkeppniseftirlitið áður gert, ásamt stéttarfélögum, neytendasamtökum og Félagi atvinnnurekenda.

Í vikunni bættist svo matvælaráðuneytið við og gagnrýndi nefnd þingsins fyrir vinnubrögð og lögin, sem veittu allt of víðtækar heimildir, sem jafnvel næðu til fyrirtækja sem ekkert hefðu með landbúnað að gera.

Þessu hefur hið svokallaða Samkeppnis-tríó tekið virkan þátt í að mótmæla og erindi þeirra til matvælaráðuneytisins hratt í raun af stað atburðarás sem gerir það að verkum að nýr matvælaráðherra situr uppi með skammir frá ráðuneytinu sem hún stýrir núna sjálf.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
    Skýrt #5 · 01:51

    Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn

    Á vettvangi: Bráðamóttakan - Sýnishorn
    Á vettvangi · 02:20

    Á vett­vangi: Bráða­mót­tak­an - Sýn­is­horn

    Forskot á þingsætaspá: Hverjir eru líklegir á þing?
    Pod blessi Ísland #5 · 56:47

    For­skot á þing­sæta­spá: Hverj­ir eru lík­leg­ir á þing?

    Náttúran, stofnfrumur og minjar og minningar í Grindavík
    Þjóðhættir #56 · 36:57

    Nátt­úr­an, stofn­frum­ur og minj­ar og minn­ing­ar í Grinda­vík