Pressa
Pressa #11

Pressa #11: Neyð­in á Gaza og kuld­inn á Reykja­nesi

Aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda við að ná fólki sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi út af Gaza-ströndinni verða í brennidepli í Pressu. Í seinni hlutanum verður sjónum beint að stöðunni á Reykjanesi, þar sem heitavatnslaust hefur verið síðan hraun sleit í sundur heitavatnslögn.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson

„Tíminn er að renna út,“ segir María Lilja Þrast­ar­dótt­ir, ein þriggja íslenskra kvenna sem nú eru staddar í Egyptalandi við að reyna að koma íslenskum dvalarleyfishöfum frá Gaza. Þegar samtalið fór fram voru yfirvofandi sprengjuárásir Ísraelshers á Rafah, bæ rétt norðan við landamærin, þar sem nærri helmingur allra íbúa Palestínu hafast við eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum norðar á Gaza-ströndinni. 

„Það sem gerist þegar ráðist verður inn í þessar flóttamannabúðir er að egypsk stjórnvöld munu loka landamærunum hérna megin og þá er engin séns að ná þessu fólki út,“ segir María Lilja. Hún er stödd í Kaíró ásamt rithöfundunum Bergþóru Snæbjörnsdóttur og Kristínu Eiríksdóttur, og eru þær að reyna að koma fólki sem hefur fengið samþykkta fjölskyldusameiningu á Íslandi út af stríðssvæðinu. 

Kristín segir að í flóttamannabúðum í Rafah hafist við meirihluti þeirra 120 sem þær eru nú að reyna að koma út af svæðinu. „Þau eru við Rafah, af því þau eru að bíða eftir íslenskum stjórnvöldum,“ segir María Lilja en í gegnum Rafah er eina leið þeirra yfir landamærin. 

María Lilja, Kristín og Bergþóra eru til viðtals í Pressu, sem send er út í beinu streymi í hádeginu í dag, föstudag. Þær fóru til Egyptalands á eigin vegum en í aðdraganda ferðarinnar höfðu þær samband við íslenska utanríkisráðuneytið og reyndu að fá umboð frá íslenskum stjórnvöldum til að sinna verkefninu. Því erindi var ekki svarað.

Auk þeirra þriggja munu Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Brynhildur  Björnsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstri grænna, ræða stöðuna á Gaza og aðgerðir eða aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda við að ná fólki sem hefur þegar fengið dvalarleyfi hér á landi út af stríðssvæðinu. 

Í seinni hluta þáttar koma Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokks og stjórnarformaður HS Veitna, og ræða stöðuna á Reykjanesi. Þeir eru báðir búsettir í Reykjanesbæ, þar sem hefur verið heitavatnslaust síðan í gær, þegar hraun flæddi yfir og sleit í sundur heitavatnsleiðslu sem sér öllum íbuum á Reykjanesi fyrir hita. 

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
  Pressa #14

  Pressa #14: Saga Ívars og sam­keppn­is­mál í Pressu

  Leiðarar #44

  Leið­ari: Sprengja 412 manns inn­viði?

  Anatomy of a fall
  Paradísarheimt #1

  Anatomy of a fall

  Ryð
  Bíó Tvíó #248

  Ryð