Samtal við samfélagið

Rangupp­lýs­ing­ar og fjöl­miðl­ar

Gordon Neil Ramsey dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Sarah Oates prófessor við Maryland háskóla leggja um þessar mundir lokahönd á bók um áróður Rússa í vestrænum fjölmiðlum en útgefandi bókarinnar er Oxford University Press. Gordon spjallaði við Guðmund Oddsson dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri um náms- og starfsferil sinn, rannsóknaráherslur og nýju bókina. Gordon rannsakar einkum pólitísk boðskipti og rangupplýsingar einnig hnignum staðarmiðlunar í vestrænum lýðræðissamfélögum. Viðtalið fór um víðan völl en hverfðist um áskoranir hefðbundinnar blaðamennsku í fjölmiðlaumhverfi sem er sífellt berskjaldaðra fyrir rangupplýsingum (e. disinformation) sem vísa til þess þegar röngum eða misvísandi upplýsingum er deilt af ásetningi og til þess að valda skaða. Áður en hann fékk akademíska stöðu við Háskólann á Akureyri, kenndi Gordon við breska háskóla og vann við breskar hugveitur við rannsóknir á fjölmiðlalöggjöf. Þá hjálpaði hann einnig að stofnsetja the Centre for the Study of Media, Communication and Power við King’s College London.
· Umsjón: David Reimer, Guðmundur Ævar Oddsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hafmeyjan með stóru brjóstin
    Eitt og annað · 08:24

    Haf­meyj­an með stóru brjóst­in

    12 tilraunir til að gera skatta skemmtilegri
    Sif · 06:02

    12 til­raun­ir til að gera skatta skemmti­legri

    Enn lengist biðin
    Eitt og annað · 08:20

    Enn leng­ist bið­in

    Óskemmtileg upplifun við Leifsstöð
    Sif · 06:15

    Óskemmti­leg upp­lif­un við Leifs­stöð