Karlmennskan
Karlmennskan #10642:16

Þeg­ar þagn­aði í vík­ingaklapp­inu - Val­ur Páll Ei­ríks­son M.A. í íþróttasið­fræði

Sjö leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta voru sagðir hafa beitt eða kærðir fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi haustið 2021. Öll sem stigu fram voru konur og sögðust gera það innblásnar af metoo byltingunum. Mál sem hreyfði við íslensku samfélagi og leiddi m.a. til þess að formaður KSÍ og öll stjórn sagði af sér. Valur Páll Eiríksson, íþróttafrettamaður, skrifaði meistararitgerð í íþróttasiðfræði frá háskólanum í Lueven í Belgíu, um málefni KSÍ í ritgerð sem heitir „The Viking-clap silenced - An ethical evaluation of the Icelandic football scandal” þar sem markmiðið var, í gegnum heimilda- og gagnarannsókn, að greina málið siðferðislega. Rekur hann þar áhættuþætti í umhverfi atvinnufótboltamanna, hvernig árangur innan vallar getur trompað almennt siðferði, karllægni og kvenfjandsamleg viðhorf innan fótboltans, skort á viðbragðsáætlunum innan KSÍ og slakra stjórnunarhátta sem mikilvægt sé að draga lærdóm af. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs) Veganbúðin, Anamma og bakhjarlar Karlmennskunnar bjóða upp á þennan þátt.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Norður-Kórea sendir hermenn til að styðja Rússa
    Úkraínuskýrslan #17 · 07:34

    Norð­ur-Kórea send­ir her­menn til að styðja Rússa

    Ógæfusamasta drottning sögunnar
    Flækjusagan · 13:28

    Ógæfu­sam­asta drottn­ing sög­unn­ar

    Mengandi stjórnendur danskra stórfyrirtækja
    Eitt og annað · 07:36

    Meng­andi stjórn­end­ur danskra stór­fyr­ir­tækja

    Mesta ógnin er heigullinn
    Sif #33 · 06:12

    Mesta ógn­in er heig­ull­inn