Eigin konur #11039:07
Magdalena - „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið.
Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.
Athugasemdir (2)