Eigin konur

Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
· Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Edda Falak

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Days of Gray
    Bíó Tvíó #250

    Days of Gray

    Eldsvoði aldarinnar
    Eitt og annað

    Elds­voði ald­ar­inn­ar

    Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
    Pressa

    Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

    Það sem ég á Bjarna Ben að þakka
    Sif

    Það sem ég á Bjarna Ben að þakka