Á vettvangi í Úkraínu

Nítj­án ára og til­bú­inn að deyja í stríð­inu við Rússa

„Það eina sem ég hræðist er ekki að deyja af völdum rússneska hersins heldur að deyja út af engu. Að deyja og tapa þessu stríði,“ segir hinn 19 ára gamli Makayla í samtali við Stundina. Hann er einn þeirra óbreyttu borgara sem undanfarna daga hefur fengið herþjálfun hjá úkraínska hernum.
· Umsjón: Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson

Hvað ertu gamall?

Ég er 19 ára.

Og hvernig líður þér með að ganga í varðsveit óbreyttra borgara?

Ég er að undirbúa mig fyrir það versta. Að vera tilbúinn til að berjast.

Svo þú vilt bara fá þjálfun?

Já.

Og af hverju finnst þér það mikilvægt?

Enginn veit hvað á eftir að gerast á morgun. Kannski vöknum við á morgun og rússneski herinn verður hér í Lviv. Og allir menn í landinu þurfa að vera tilbúnir að verja landið okkar.

Hvað varstu að gera áður en stríðið braust út?

Ég var í háskóla og vann sem hugbúnaðarverkfræðingur.

Svo þú ferð frá tölvum í stríð?

Já.

Hvernig er sú tilfinning?

Frekar skrýtin, eiginlega. Eini staðurinn þar sem ég hef handleikið vopn var í skóla og þá í tíma. Og þetta er mjög skrýtið því þá var þetta bara eitthvað sem við áttum að gera en núnar er þetta nauðsynlegt því við verðum að verjast.

Ef þú værir ekki að verja landið og þetta stríð hefði ekki brotist út hvað værir þú þá að gera á þessum laugardegi? Hvað er venjulegur laugardagur hjá þér?

Ég væri bara sofandi, eiginlega.

Þú værir bara sofandi? Kannski gripið þér drykk á föstudegi?

Já eitthvað svoleiðis. Eða að læra.

Ertu hræddur við ástandið?

Ég var aldrei hræddur. Ég meina, eina skiptið sem ég var hræddur var árið 2014 þegar pabbi fór í herinn í fyrsta sinn. Og næsta dag flutti hann okkur fjölskylduna til vesturhluta Úkraínu því við hófumst fyrst við í hellum. Og það var eina skiptið á ævinni sem ég var óttasleginn út af stríði.

Þannig að óttinn byrjaði þegar þú varst barn?

Já.

Og þessi ótti heldur bara áfram og gerir enn?

Það eina sem ég hræðist er ekki að deyja af völdum rússneska hersins heldur að deyja út af engu. Að deyja og tapa þessu stríði. Ég er tilbúinn til að deyja, ég er tilbúinn að berjast. En bara til að vinna.

Og þú heldur að þið munið vinna?

Auðvitað.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Keisaraynjan sem hvarf
    Flækjusagan · 12:19

    Keis­araynj­an sem hvarf

    Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
    Eitt og annað · 07:09

    Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

    Nauðgunargengi norðursins
    Sif · 06:53

    Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

    Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
    Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

    Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um