Skýrt
Skýrt #104:02

Þurf­um tvö­falt meiri orku en við not­um í dag fyr­ir full orku­skipti

Íslendingar ætla að tvöfalda orkunotkun sína til að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti í öllum samgöngum. Er til nóg af orku til að það sé hægt? Bara að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti sem við dælum á bílana okkar er áætlað að það þurfi 2,7 terawattsstundir á ári. Um það bil jafn mikið og öll heimili í landinu nota. Þegar skipin og flugvélarnar eru teknar með er þörfin meira í kringum 15 terawattsstundir af orku á ári.
· Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson

Íslendingar framleiða um það bil 15 terawattsstundir af rafmagni á ári. Þetta er allt rafmagn sem er framleitt í öllum virkjunum sem eru til staðar, hvort sem það eru vatnsafls, jarðvarma eða annars konar virkjarnir.

Orkunotkunin hefur aukist talsvert frá því í lok síðustu aldar, þegar við framleiddum 4,7 terawattsstundir. 

Árið 2007 voru kaflaskil þegar Káranhjúkavirkjun og meðfylgjandi Fljótsdalsstöð var sett í gang en það er lang stærsta virkjun sem nokkru sinni hefur verið gangsett á Íslandi.

Orkan úr henni fer beina leið í álverið á Reyðarfirði og nýtist aðeins til álframleiðslu þar. 

Ef það verður rafmagnslaust á Egilsstöðum þýðir því ekki að ætla sér að redda því með Fljótsdalsstöð, í næsta nágrenni.

Almenn orkunotkun hefur ekki breyst mikið síðustu áratugi. Frá 1994 til 2019 óx hún úr 2,1 terawattsstund í tæpar 3,4.

Annað gildir um stóriðjuna sem notaði um það bil jafn mikið og allir aðrir árið 1994, um 2,2 terawattsstundir. Árið 2019 hafði notkunin vaxið í 13,4 terawattsstundir. Langstærsti hlutinn fer í álver, járnblendi og álþynnuframleiðslu, tæpar 14 terawattstundir.

Annar iðnaður, svo sem gagnaver, fylla svo upp í það sem vantar í myndina, en hluti orkunnar tapast svo í flutningum eða framleiðslu.

Samkvæmt tölum Orkustofnunar frá 2020 voru 103 virkjanir af 113 starfhæfum virkjunum í landinu sem framleiddu eitthvað rafmagn. Þá er eru taldar með smávirkjanir og díselrafstöðvar, sem eru á nokkrum stöðum á landinu. 

Þrjár virkjanir framleiddu hins vegar meira en helming alls rafmagns. 16 aðrar virkjanir, af öllum þessum 103, framleiddu svo 46 prósent orkunnar. 

En núna erum við að takast á við hamfarahlýnun og eitt stærsta skrefið sem við ætlum að stíga er að fara í orkuskipti í samgöngum. Það á við um bíla, skip og flugvélar og á að vera búið fyrir árið 2040. 

Bara að skipta út öllu jarðefnaeldsneyti sem við dælum á bílana okkar er áætlað að það þurfi 2,7 terawattsstundir á ári. Um það bil jafn mikið og öll heimili í landinu nota. Þegar skipin og flugvélarnar eru teknar með er þörfin meira í kringum 15 terawattsstundir af orku á ári.

En er til orka í það?

Til að svara því má skoða þá kosti sem orkufyrirtækin hafa lagt til í vinnu sem heitir rammaáætlun. Það er ferli sem búið var til svo að hægt væri að ákveða hvað á að virkja og hvað ekki. Ferlið er umdeilt en innsend erindi gefa góða mynd af því sem raunverulega er talið mögulegt að virkja á Íslandi.

Ef við horfum alveg framhjá hvort búið sé að setja valkosti í verndar- eða nýtingarflokk og skoðum bara vinnslugetuna sést að allir kostirnir gætu samanlagt framleitt 39,7 terawattsstundir.

Verkastjórn um rammaáætlun lagði hins vegar til að stærstur hluti mögulegrar raforkuframleiðslu yrði settur í verndarflokk; um 15,6 terawattsstundir. Virkjanakostir sem gætu framleitt 13,4 terawattsstundir á ári voru settir í biðflokk. En virkjanakostir sem geta framleitt 10,7 terawattsstundir voru færðar í orkunýtingarflokk.

Orkuframleiðslan eins og hún er í dag nemur 15 terawattsstundum. Það þarf um það bil jafn mikið af orku til að fara í orkuskiptin. Og þá er ekki búið að ræða hvernig orkufrekur iðnaður, sem notar langmest af orku í dag, mun þróast í framtíðinni. 

Miðað við kostina sem eru á borðinu, óháð sjónarmiðum um náttúruvernd eða hagkvæmni, má áætla að við séum nú þegar að nýta upp undir þriðjung af allri orku sem hægt er að framleiða í landinu. Og við erum búin að ákveða að nota tvöfalt meira á næstu 18 árum í orkuskipti.

Athugasemdir (8)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Geir Gudmundsson skrifaði
    Í þessri frétt er rangt að heildar raforkuframleiðsla Íslands sé 15 TWst á ári, sem Aðalsteinn tönglast stöðugt á. Á grafi sem hann sýnir er talan hins vegar nærri 20 TWst ári, sem er nær lægi, en raforkuframleiðslan hefur sveiflast um 19,1 - 19,6 TWst. Einnig er rétt að benda á að stóriðja og gagnaver nota samtals um 78% af heildarraforkunotkun, sem er minna en kemur fram í grafinu hans Aðalsteins.
    https://orkustofnun.is/gogn/Talnaefni/OS-2021-T014-01.pdf
    0
    • Guðlaugur Jónasson skrifaði
      Flugvélar og skip eru ekki tilbúinn í orkuskipti, slaka aðeins á.
      0
      • Guðlaugur Jónasson skrifaði
        https://www.frettabladid.is/frettir/forstjori-or-telur-enga-thorf-a-fleiri-virkjunum-til-orkuskipta/
        0
        • Jónsson Höskuldur skrifaði
          Við eigum nú þegAR GIFURLEGA ORKU SEM MEINGAR LÍTIÐ SEM EKKI er notuð til damis á bifreiðar skip oog flugvélar .
          Taeknin seigir okkur að ekki þarf að virkja allar spraenur á íslandi til að fullnagja orkuþörf okkar, eða eins g seigir að við þurfum að virkja að minsta kosti 15 teravatt srtundir til að fullnagja orkuþörf okkar .
          Sem getur verið satt vegna þess að 8o% af orku þörf okkar fer í meingandi stóryjur svo sem álvar ,albledi og aðrar meingandi verksmiðjur .
          Ef þessar verksmijur taka nú þát í að meinga minna vaeri haegt að minka oruþörf þeirra verulega eða allt að helmig .
          Þar er strax komnar 7 teravatstundir til notkunar á farartaki okkar .
          Haegt er að fraleiða rafmagn með metani og haegt að brenna metani á farartaki sem eru þegar til baeði velar í skip og bifreiðar .
          Brenna þarf metani hvort sem er til að minka meingun vegan metans sem fer óbrent út i andrúmsloftið og meinga þar með mikið .
          Íslendingar eiga gnót af metani og geta líka raktað repju til að framleiða lifdísel .
          Til þess að nýta alla þessa orku þarf ekki virkjanir ,og allra síst vindorku ver sem henta ílla á íslandi eins og daemin sanna .
          Frekar vari hagt að virkja sjáfaföllin og kemur Breðifjörður þar sterkt inn til damis fyrir gangnaver sem getu verið staðsett á Braðafyrirð þar sem er fjöldi byggilegar eyja .
          Haegt er líka áð búa til eldsbneiti á flugvelar á íslandi með rafmagni og vatni eða svokallað vetni .
          Hvað varðar stóryðjur sem nota mikið rafmagn til að braeða súarál sem meigar ekki bara á íslandi heldur all savakalega í þeim löndum sem eiga súal ,og flutnigur a því efni þert yfir hnöttin meingar ekkert smáraði .
          'i heiminum og þar á meðal ísklandi legst til mikið þegar bratt ál sem má endur vinna á mjög hagkveiman hatt í stóriðju Ríó tintó með smavaginlegum breitingum svo sem að haetta að branna kolum sem meignga mest í framleðslu áls úr súrali.
          Talið er að allt ál sem hagt er að endur vinna muni fullnagja allri þörf fyrir ál í dag .
          Nota bene ál er góðmálmur sem eiðist ekki svo glatt ferkar en gull , Silfur og kopar sem mikið er notað í dag .
          Svo má ekki gleima því að allur sá mikli hiti sem fera að mestu út í andrúmsloftið óbelslaður myndi nagja stóborg eina og henni Reyjavik til upphitunar ef vilji veri fyrir hendi og spara þannig mikið rafmagn .
          Svo þegar upp er staðið eiga íslendingar í dag nóg af rafmagni ef notað er öll þeaug orka sem er fyrir hendi í dag á íslandi .
          Og ekki mikil þörf á að virkja vtnsaflið sem hefur í för með sér eiðilegingu naturuperla sem ekki eiga aftur kvamt naestu aldir .
          Hugsum um það aður en af stað er farið í að eiðileggja natúruna enda er hún náturan mesta auðlynd sem hver maður á ,eða þanneigin
          0
          • Páll Hrannar Hermannsson skrifaði
            Afhverju er aldrei fjallað um hve mikið Ísland losnar af CO2 á heimsvísu, ekki miðað við höfðatölu. Ég held að þegar sú tala er gerð opinber þá mun almenningur spyrja sig hvort þessi orkuskipti séu réttlætanleg á þessum stutta tíma gefin er.
            0
            • Sigurður Sigmannsson skrifaði
              Forstjóri Landsnets segir ekki þurfa að virkja í bráð heldur að styrkja flutningsgetu með öflugri raflögnum allann hringinn.
              Hlustum ekki á væl landeigenda sem vilja koma upp helvítis vindmyllum á ný keyptum landsvæðum.
              0
              • BJ
                Böðvar Jónsson skrifaði
                Hvernig er staðan með flutningsgetuna? Eftir því sem ég best veit getur Blönduvirkjun ekki komið frá sér því umframrafmagni sem þar er hægt að framleiða hvorki til austurs eða vesturum til Suðurlandsins. Það kom góður notandi á svæðið sem virkjunin sinnir, gagnaverið á Blönduósi. Eftir því sem ég best veit er umframrafmagn á norð austurlandi hjá 3 virkjunum þar Þeystareykjum, Kröflu. Ekki viss um Laxárvirkjum og Kárahnjúka.
                Auk þessa og ef flutningsleiðir væru ekki flöskuhálsar hér og þar væri líklega fljótlegast að ná í viðbót með aðra gufuaflsvirkjun á þeystareykjum eða Bjarnarflagi.
                Með góðum flutningsleiðum niður á byggðir yrði nægilegt rafmagn til bræðsluverksmiðanna þegar kemur skyndilegur toppur þar. Þegar þessar þarfir minnka má nýta umframrafmagni til að framleiða vetni til útflutning t.d. á nýju Airbus þoturnar sem gert er ráð fyrir að nýti vetni sem eldsneyti.
                0
                • Örn Ægir Reynisson skrifaði
                  Kjarnorkuver sem framleiðir 1000MW kemst fyrir á 3 ferkm. svæði . Kárahnúkavirkjun með öllu sýnu landraski framleiðir 690MW svo reynum að fá að byggja kjarnorkuver
                  0
                  Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
                  Keisaraynjan sem hvarf
                  Flækjusagan · 12:19

                  Keis­araynj­an sem hvarf

                  Draumurinn um Grænland: „Make Greenland great again“
                  Eitt og annað · 07:09

                  Draum­ur­inn um Græn­land: „Make Green­land great again“

                  Nauðgunargengi norðursins
                  Sif · 06:53

                  Nauðg­un­ar­gengi norð­urs­ins

                  Síðari hluti annáls frá Úkraínu: Staðan á vígvellinum
                  Úkraínuskýrslan #22 · 21:02

                  Síð­ari hluti ann­áls frá Úkraínu: Stað­an á víg­vell­in­um