Karlmennskan, hlaðvarp #4628:41
„Ég er smá homophobic sjálfur“ - Bassi Maraj
„Það voru alveg margir sem hættu að vera vinir mínir en svo var ég bara okei bæ“ segir Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson betur þekktur sem Bassi Maraj um það þegar hann kom út úr skápnum í 10. bekk. Bassi er ein af stjörnunum í raunveruleikaþáttunum Æði sem gerði hann að áhrifavaldi á Instagram og poppstjörnu en fyrsta lagið hans fór beint á topplista Spotify. Ný sería af Æði fer að koma út og sömuleiðis er Bassi að fara að gefa út EP plötu á næstunni.
Við kryfjum frasana low key, living, sliving, slay og child (cheeld), rifjum upp unglingsár Bassa, fordóma og hómófóbíu, goons og pólitíska drauma Bassa. Sennilega einn kaótískasti hlaðvarpsþáttur sem ég hef gefið út þar sem ég reyndi stöðugt að fara á dýptina en vissi aldrei hvort Bassi væri að teyma mig í grín eða tala af alvöru. Hlustaðu á 46. hlaðvarpsþátt Karlmenskunnar með Bassa Maraj.
Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Athugasemdir