Karlmennskan, hlaðvarp

„Kven­leg­ir menn munu ekki erfa Guðs ríki“ - Birg­ir Fann­ar

„Ég er að reyna vernda grunngildi karlmennskunnar og er hérna í snákagryfjunni þinni“, segir Birgir Fannar sem hefur reglulega poppað upp á samfélagsmiðli Karlmennskunnar og lýst með athugasemdum andstöðu sinni við þau sjónarmið sem þar liggja til grundvallar. Telur hann femínisma það versta sem komið hafi fyrir íslenskt samfélag, telur Druslugönguna ala á framhjáhaldi og að samfélagsmiðilinn Karlmennskan stuðli að bælingu á eðli karlmanna. Viðmið Birgis Fannars koma úr Biblíunni og telur hann að sannkristið fólk geti ekki beitt ofbeldi. Þessi þáttur er tilraun mín til samtals við einstakling sem er á öndverðum meiði við sjálfan mig og tilraun til að skilja hans sjónarmið. Þátturinn er tekinn upp í stúdíó Macland og er í boði Veganbúðarinnar og The Body Shop. Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson og Unnur Gísladóttir. Intro/outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Aulaháttur mannsins á nýjum tímum
Sif · 06:57

Aula­hátt­ur manns­ins á nýj­um tím­um

Ertu bitur afæta?
Sif · 06:30

Ertu bit­ur afæta?

Fyrir hvern framdi stjórnarandstaðan pólitískt harakírí?
Sif · 05:21

Fyr­ir hvern framdi stjórn­ar­and­stað­an póli­tískt harakírí?

Sendillinn sem hvarf
Sif · 07:24

Send­ill­inn sem hvarf