Karlmennskan, hlaðvarp

„Tengsl­in skipta sköp­um í topp­lag­inu“ - Tinni Kári Jó­hann­es­son

„Tengslanetið er stór áhrifaþáttur á það hvaða feril þú ferð og hvaða tækifærum þú heyrir af eða færð og verður að starfi.“ segir Tinni Kári Jóhannesson ráðningarstjóri hjá Góðum samskiptum í spjalli um ráðningamál, tengslanet á vinnumarkaði, matsvillur og ráðningaferli. Tinni segir að tengslanet skipti miklu máli í tækifærum og framgangi í störfum og um 50% starfa fari aldrei í auglýsingu. Í ráðningaferlum vegna auglýstra starfa, segir Tinni, að gjarnan gæti á matsvillum þar sem t.d. konur og karlar eru metin ólíkt. Karlar spili oftar hæfni sína og reynslu upp á meðan konur dragi frekar úr en hitt. Ráðningaraðilar þurfi að vera meðvituð um matsvillurnar til að gæta réttmætis við ráðningar. Tinni gefur okkur innsýn í ráðningarmálin og veitir nokkur hagnýt ráð fyrir fólk sem er að fara í eða að framkvæma ráðningarviðtöl. Í 35. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar er fjallað um ráðningarmál, þróun ráðninga og hæfniskrafna, tengslanet, mikilvægi undirbúnings fyrir ráðningarviðtöl og leigubílstjóra sem slysaðist í viðtal á röngum forsendum.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
„Það var enga vernd að fá“
Fólk48:19

„Það var enga vernd að fá“

BeintInnlent

Af­mæl­is­fund­ur Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

Alþýðutónlist og Vaka - þjóðlistahátið
Þjóðhættir #66 · 48:08

Al­þýðu­tónlist og Vaka - þjóðlista­há­tið

Hver hefðir þú verið í Þriðja ríki Hitlers?
Sif · 05:14

Hver hefð­ir þú ver­ið í Þriðja ríki Hitlers?