Karlmennskan, hlaðvarp

„Ég veit hvernig það er að vera á glergólf­inu“ - Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir

„Ég veit hvernig það er að vera á glergólfinu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem hefur komið af krafti inn í verkalýðsbaráttuna með róttækni og beittri gagnrýni á íslenska samfélagsgerð. Sólveig Anna segir að feðraveldið og kapítalisminn hafi í sameiningu skapað stigveldi sem haldi konum á botninum eins og hún þekkir af eigin skinni. „Það rann upp fyrir mér ljós þegar ég var búin að vinna í nokkur ár í leikskóla, svona hugljómunarmóment, að vera inni í þversögninni. Þar starfaði ég í kerfi sem er eitt það mikilvægasta í hinu mikla kvenfrelsi sem konur njóta, sem tryggir að þær geti að næstum fullu verið þátttakendur á vinnumarkaði með sama hætti og karlmenn. Ég er kona, næstum allt fólkið sem ég vinn með er konur samt erum við launalægstu manneskjurnar og eigum mest að fokka okkur. Og ef við mættum ekki í vinnuna myndi allt stoppa. Þetta er grunnurinn að minni femínísku gagnrýni á íslenskt samfélag og önnur arðránssamfélög,“ segir Sólveig Anna og lýsir nokkuð vel inntaki og umfjöllunarefni 33. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar sem snertir á kapítalisma, arðráni, stéttaskiptingu, verkalýðsbaráttu og femínisma.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Langdræg vopn og kjarnorkuótti
Úkraínuskýrslan #20 · 08:03

Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
Pressa #30 · 1:00:00

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni

Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
Skýrt #5 · 01:51

Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn