Karlmennskan, hlaðvarp

„Hann hefði mátt vita það“ - Hild­ur Fjóla Ant­ons­dótt­ir og Katrín Ólafs­dótt­ir

„Hvernig axlar maður ábyrgð á gjörðum sínum þegar það er engin forskrift til?“ segir Hildur Fjóla Antonsdóttir doktor í réttarfélagsfræði í spjalli við Katrínu Ólafsdóttur doktorsnema og Þorstein V. Einarsson í hlaðvarpinu Karlmennskan. Ræddu þau aðra bylgju metoo á Íslandi, mögulegt réttlæti fyrir þolendur kynferðisofbeldis og ofbeldis og hvernig gerendur geti mögulega tekið ábyrgð á gjörðum sínum. Þær eru sammála um að skýr krafa sé um ábyrgð gerenda og gerendameðvirkninni sé ögrað með kröftugum hætti. Pressa sé á karla sem beitt hafa ofbeldi um að gangast við gjörðum sínum en ekki eru fordæmi fyrir því hvernig þeir ættu að gera það enda brotin ólík og hugmyndir brotaþola um réttlæti ólíkar. Hildur Fjóla og Katrín telja nauðsynlegt að útfæra og efla fleiri leiðir en réttarkerfið til að mæta réttlæti brotaþola og fjölbreyttari meðferðarúrræði þurfi að vera til staðar fyrir gerendur. Í 20 ár hafi verið kallað eftir aukinni kynjafræði- og kynfræðslukennslu og önnur bylgja metoo undirstriki enn á ný þörf þess. Önnur bylgja metoo, ábyrgð gerenda, skrímslavæðing, réttlæti fyrir þolendur og mögulegar lausnir til framtíðar var umræðuefni 31. þáttar í hlaðvarpinu Karlmennskan.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Langdræg vopn og kjarnorkuótti
Úkraínuskýrslan #20 · 08:03

Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
Pressa #30 · 1:00:00

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni

Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
Skýrt #5 · 01:51

Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn