Karlmennskan, hlaðvarp #301:03:00
„Bros before hoes“ - Einar Ómars og Sólborg Guðbrands
„Ég fékk ekki spjall eða fræðslu um hvað væri markalaust og hvað ekki. Það var bara bros before hoes, high five á kviðmága og hversu mörg gígabæt af klámi voru á flakkaranum.” segir Einar Ómarsson í spjalli með Sólborgu Guðbrandsdóttir stofnanda Instagramsíðunnar Fávitar.
Önnur bylgja metoo virðist hafin í kjölfar „slúðursagna” um ofbeldisbrot þjóðþekkts manns, sem Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður taldi eiga við um sig og sór af sér ásakanirnar í viðtali við sjálfan sig. Stuttu síðar tilkynnti lögfræðingur að hún hefði lagt fram kæru gegn Sölva, fyrir hönd tveggja kvenna.
Einar og Sólborg reyndu að greina hvað er að gerast í samfélaginu, ræddu karlakúltúr, strákamenningu, skrímslavæðingu, gerendameðvirkni, klám, forréttindafirringu karla og sekt þeirra sem kunni að skýra ótta þeirra við að taka afstöðu með þolendum.
Credit:
Intro&outro: ON (instrumental) - Jói P. og Króli
Tekið upp í Stúdíó Macland
Athugasemdir