Karlmennskan, hlaðvarp

„Þetta mun ekki breyt­ast af sjálfu sér“ - Ása Stein­ars­dótt­ir

„Þetta mun ekki breytast af sjálfu sér“, segir Ása Steinarsdóttir sem er komin með nóg af kynjamisrétti og úreltum birtingamyndum kvenna í auglýsingaefni. Hún hefur ákveðið að taka slaginn enda með 700 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlum og skapað sér nafn innan ævintýra- og ljósmyndageirans. Ása er ein sú stærsta af örfáum konum í Evrópu sem starfa við efnissköpun á samfélagsmiðlum og hraðast vaxandi kvenkyns ljósmyndarinn. Stofnaði Ása fyrirtækið Bell Collective, sem er samfélag fyrir kvenkyns ljósmyndara og efnisskapara en með því vill Ása brjóta upp staðalmyndina um að konur þurfi að ná árangri út á útlitið. Í 28. hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar gefur Ása Steinarsdóttir innsýn í karllægni auglýsingabransans, hvað þurfi að breytast og hvernig hún vill vera fyrirmynd fyrir konur sem hafa áhuga á ljósmyndun.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
„Það var enga vernd að fá“
Fólk48:19

„Það var enga vernd að fá“

BeintInnlent

Af­mæl­is­fund­ur Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins

Alþýðutónlist og Vaka - þjóðlistahátið
Þjóðhættir #66 · 48:08

Al­þýðu­tónlist og Vaka - þjóðlista­há­tið

Hver hefðir þú verið í Þriðja ríki Hitlers?
Sif · 05:14

Hver hefð­ir þú ver­ið í Þriðja ríki Hitlers?