Karlmennskan, hlaðvarp

Ónýt­asta ráð­ið er „ekki fara ósátt að sofa“ - Ólaf­ur Grét­ar Gunn­ars­son

„Ónýtasta ráðið þarna út er „ekki fara ósátt að sofa“,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi, sem hefur starfað lengi með verðandi og nýbökuðum feðrum. Ólafur Grétar starfar einnig á geðsviði Landspítalans. Hann brennur fyrir því að „þegar karlar eru að verða pabbar í fyrsta sinn að þeir fái að njóta þess eins mikið og lífið bíður upp á“. Hann segir að það hafi aldrei verið eins góð tækifæri til þess og á þeim tímum sem við lifum í dag.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

„Ónýtasta ráðið þarna út er „ekki fara ósátt að sofa“,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi í 27. hlaðvarpsþætti karlmennskunnar.

Ólafur Grétar starfar á geðsviði Landspítalans og hefur starfað lengi með verðandi og nýbökuðum feðrum. Hann brennur fyrir því að „þegar karlar eru að verða pabbar í fyrsta sinn að þeir fái að njóta þess eins mikið og lífið bíður upp á“. Hann segir að það hafi aldrei verið eins góð tækifæri til þess og á þeim tímum sem við lifum í dag. Hins vegar séu úreltar og gamaldags hugmyndir torfærur í því að feður stígi inn í foreldrahlutverkið af fullum þunga sem og harðneskjulegt kerfi s.s. stutt fæðingarorlof og of lágar greiðslur.

Ólafur Grétar hefur barist ötuttlega fyrir bættum aðbúnaði foreldra og feðra undanfarna áratugi og meðal annars haldið námskeið sem gáfu góða raun, en var lagt af eftir hrun. Ólafur Grétar vill virkja feður, styðja þá og fræða, hjálpa pörum að vinna saman að sem bestu uppeldi fyrir börnin þeirra og á sama tíma berjast fyrir betra kerfi fyrir börn og foreldra. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Langdræg vopn og kjarnorkuótti
Úkraínuskýrslan #20 · 08:03

Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
Pressa #30 · 1:00:00

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni

Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
Skýrt #5 · 01:51

Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn