Karlmennskan, hlaðvarp #261:28:00
Bara ég og strákarnir - Ágúst, Árni, Hörður og Þorsteinn
„Það er ekkert svo langt síðan að við hættum að vera á yfirborðinu og fórum að tala um hvernig við erum í alvörunni“ er nokkuð lýsandi fyrir innihald samtals okkar fjögurra vina sem höfum verið að glíma við sjálfa okkur, sambönd og karlmennsku. Ég bauð nokkrum af mínum nánunustu vinum í spjall um það hvernig þeir eru að glíma við þá staðreynd að vera (hálf)miðaldra hvítir gagnkynhneigðir sís karlmenn. Persónulegt og oft á tíðum berskjaldað samtal sem snertir á upplifun af jafnréttisbaráttunni, karlmennsku, sjálfsvinnu, vináttu, ofbeldi og mental loadi. Geta miðaldra karlar verið nánir vinir án þess að næra misrétti, karlasamstöðuna og feðraveldið?
Athugasemdir