Karlmennskan, hlaðvarp

Já­kvæð karl­mennska

Samfélagsmiðlinn Karlmennskan hefur staðið fyrir átaksverkefninu jákvæð karlmennska undanfarnar tvær vikur í samstarfi við Píeta samtökin, Stígamót, UN Women á Íslandi og námsbraut í kynjafræði í Háskóla Íslands. Í þessum þætti er hugtakið jákvæð karlmennska útskýrt nánar ásamt því sem fulltrúar samstarfsaðilanna gera grein fyrir snertirfleti þeirra starfsemi við karlmennsku og ástæður þess að þau ákváðu að taka undir átakið jákvæð karlmennska. Um er að ræða endurbirtar hljóðklippur úr viðtalsþættinum Karlmennskan á Hringbraut frá 15. mars þar sem Þorsteinn ræðir við Þorgerði Einarsdóttur prófessor í kynjafræði, Hjálmar Sigmarsson ráðgjafa hjá Stígamótum, Kristínu Ólafsdóttur framkvæmdastjóra Píeta samtakanna og Mörtu Goðadóttur kynningarstýru UN Women á Íslandi. Þorsteinn fer að lokum sjálfur ítarlega yfir innihald, uppbyggingu og hugmyndafræðina að baki jákvæðrar karlmennsku. Jákvæð karlmennska er þema 24. hlaðvarpsþáttar Karlmennskunnar.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Sendu skip til Grænlands
Eitt og annað · 11:41

Sendu skip til Græn­lands

Af frændhygli lítilla spámanna
Sif · 06:11

Af frænd­hygli lít­illa spá­manna

Viðtal: Úr sjúkrarúmi í Kyiv
Úkraínuskýrslan #25 · 34:17

Við­tal: Úr sjúkra­rúmi í Kyiv

Sultugerðarmenn, varið ykkur
Sif · 06:05

Sultu­gerð­ar­menn, var­ið ykk­ur