Karlmennskan, hlaðvarp

Lík­ams­virð­ing og fitu­for­dóm­ar - Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir

„Fitufordómarnir, mismununin, skömmin og smánunin sem feitt fólk þarf að þola [...] er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir öllum kvillum sem við tengjum venjulega við fituvefinn,“ segir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Vilja samtökin sjá skaðminni nálgun í heilbrigðisþjónustu því stríð við offitu endar alltaf á að vera stríð við feitt fólk. Tara Margrét útskýrir í hverju líkamsvirðing felst og hvernig hún felist ekki eingöngu í líkamlegu útliti. Miklir, meðvitaðir og ómeðvitaðir fordómar ríkja um holdafar fólks, jafnvel um granna líkama karla. Lýsir Tara því hvernig fjölmiðlar afmennska feitt fólk, afbaka málstað fólks sem berst fyrir bættri lýðheilsu út frá líkamsvirðingu og hvernig fordómar sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu virka sem andspyrna við bætta lýðheilsu fólks. Tara Margrét er viðmælandi Þorsteins í 21. þætti hlaðvarpsins Karlmennskan.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Langdræg vopn og kjarnorkuótti
Úkraínuskýrslan #20 · 08:03

Lang­dræg vopn og kjarn­orkuótti

Alma og Willum ræða stöðu bráðamóttökunnar
Pressa #30 · 1:00:00

Alma og Will­um ræða stöðu bráða­mót­tök­unn­ar

Kvöldvakt á bráðamóttökunni
Á vettvangi: Bráðamóttakan #1 · 1:02:00

Kvöld­vakt á bráða­mót­tök­unni

Milljarðaarður með matarkörfunni í hnotskurn
Skýrt #5 · 01:51

Millj­arða­arð­ur með mat­ar­körf­unni í hnot­skurn