Karlmennskan, hlaðvarp

Kyn­skipt­ur vinnu­mark­að­ur og kyn­bund­inn launamun­ur - Víð­ir Ragn­ars­son

„Munur á launum karla og kvenna á Íslandi er 14% í dag og það er út af því að karlar hafa meiri ábyrgð og eru í störfum sem við metum verðmætari en störf kvenna.“ segir Víðir Ragnarsson verkefnastjóri í jafnréttis- og mannauðsmálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Árangur Orkuveitunnar í jafnréttismálum hefur vakið athygli, þá einkum erlendis en þó líka hérlendis. Leiðréttur launamunur milli karla og kvenna hjá Orkuveitunni fór úr 8% í 0% á nokkrum árum og hefur haldist þannig frá árinu 2017 vegna markvissra aðgerða sem hafa grundvallast á kyngreindum gögnum. Þá hefur starfsánægja og árangur fyrirtækisins aukist samhliða. Víðir útskýrir kynbundinn launamun, leiðréttan kynbundinn launamun, gildismat starfa, kynskiptan vinnumarkað og hve mikilvægt er að stjórnendur hafi skýran vilja til aðgerða í jafnréttismálum með áherslu á fólk í 18. podcast-þætti Karlmennskunnar sem er í umsjón Þorsteins V. Einarssonar.
· Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Sendu skip til Grænlands
Eitt og annað · 11:41

Sendu skip til Græn­lands

Af frændhygli lítilla spámanna
Sif · 06:11

Af frænd­hygli lít­illa spá­manna

Viðtal: Úr sjúkrarúmi í Kyiv
Úkraínuskýrslan #25 · 34:17

Við­tal: Úr sjúkra­rúmi í Kyiv

Sultugerðarmenn, varið ykkur
Sif · 06:05

Sultu­gerð­ar­menn, var­ið ykk­ur