Karlmennskan, hlaðvarp #1446:36
TikTok og gamer menningin - Dagný Halla
„Tölvuleikjaheimurinn er eins og sjúklega ýkt týpa af feðraveldinu.“ segir Dagný Halla Ágústdóttir læknanemi, tölvuleikjaspilari og TikTok-femínisti. Dagný hefur upplifað mikla fordóma sem „gamer“ fyrir það eitt að vera kvenkyns spilari og segir menninguna í tölvuleikjaheiminum vera litaða kvenfyrirlitningu, rasisma og ableisma. Unnið sé markvisst gegn stelpum, þær áreittar, krafðar um að vera léttklæddar og segir Dagný best að eiga samskipti skriflega, svo hún komi ekki upp um kyn sitt. Tengir hún þessa menningu við alt right pipe line, algorithma samfélagsmiðlanna og hvíta hryðjuverkamenn sem réðust inn í þinghús Bandaríkjanna. Dagný veitir sláandi en áhugaverða innsýn í menningu sem er líklega hulin flestum sem ekki spila tölvuleiki eða eru virk á TikTok.
Athugasemdir