Bíó Tvíó #71:15:00
Punktur punktur komma strik
Þessa vikuna fjallar Bíó Tvíó um kvikmyndina Punktur punktur komma strik frá árinu 1981. Svipmyndir úr lífi hins reykvíska Andra, byggðar á skáldsögu Péturs Gunnarssonar. Er hægt að gera mynd án söguþráðar? Fær Andri á broddinn (AKA skinnflipann) í myndinni? Og hvað finnst þúsundþjalasmiðunum Andreu og Steindóri um Westworld? Allt þetta og meira í Bíó Tvíó!
Athugasemdir