Samtal við samfélagið

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ísland hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarna áratugi. Eftir að hafa löngum verið eitt einsleitasta samfélag í heimi er nú svo komið að nær fimmti hver landsmaður er af erlendu bergi brotinn. Innflytjendur hafa auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt og mikilvægt er að búa þannig um hnútana að allir sem hingað flytja geti verið virkir þátttakendur á öllum sviðum mannlífsins. Til að fræðast nánar um innflytjenda hérlendis er í þessum þætti rætt við Dr. Löru Wilhelmine Hoffmann, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem hún tekur þátt í verkefninu “Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi.” Hún starfar einnig sem stundakennari við Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst. Sjálf er Lara þýsk en rannsóknir hennar hverfast um fólksflutninga, dreifbýli, tungumál og listir en hún varði doktorsritgerð sína í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri árið 2022. Titill doktorsritgerðarinnar er „Aðlögun innflytjenda á Íslandi: Huglægar vísbendingar um aðlögun innflytjenda á Íslandi byggðar á tungumáli, fjölmiðlanotkun og skapandi iðkun.“ Guðmundur Oddsson prófessor í félagsfræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var komið inn á upplifun innflytjenda af inngildingu, hlutverk tungumálsins, stærð málsamfélaga, samanburð á Íslandi og Færeyjum og börn flóttafólks.
· Umsjón: David Reimer, Guðmundur Ævar Oddsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
    Þjóðhættir #73 · 42:55

    Jóla­skammt­ur­inn, laufa­brauð og manda­rínu­át

    Færa sig sífellt upp á skaftið
    Eitt og annað · 07:07

    Færa sig sí­fellt upp á skaft­ið

    Ert þú að eyðileggja jólin fyrir einhverjum öðrum?
    Sif · 03:49

    Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

    Sjálfbærni og matarhættir
    Þjóðhættir #72 · 43:34

    Sjálf­bærni og mat­ar­hætt­ir