Samtal við samfélagið

Sjálf­hverfa sam­fé­laga og þjóð­ern­is­hyggja í heims­far­aldri

Stundum æxlast lífið þannig að hlutir frestast og það á svo sannarlega við um hlaðvarp vikunnar. Í því ræðir Sigrún við Bjarka Þór Grönfeldt sem var lektor við Háskólann við Bifröst þegar viðtalið var tekið vorið 2023. Síðan hafa leiðir Bjarka legið í ýmsar áttir, en hann var meðal annars aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar fyrrverandi Félags- og vinnumarkaðsráðherra en vinnur nú sem sérfræðingur í samfélagsmálum hjá Landsvirkjun. Bjarki lauk námi í stjórnmálasálfræði frá Háskólanum í Kent í desember 2022, en hann hefur meðal annars skoðað sjálfhverfu, ófrjálslyndi og hvernig þjóðernishyggja hafði áhrif á stuðning við lýðheilsuaðgerðir á tímum heimsfaraldurs. Í hlaðvarpinu ræða þau Sigrún um námsferil hans, stjórnnmálasálfræði og helstu rannsóknaráherslur.
· Umsjón: David Reimer, Guðmundur Ævar Oddsson, Sigrún Ólafsdóttir

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    „Þið getið gefið Trump heiðurinn að hugmyndinni“
    Fréttir22:06

    „Þið get­ið gef­ið Trump heið­ur­inn að hug­mynd­inni“

    Umbúðir stjórnmálanna
    Sif · 05:55

    Um­búð­ir stjórn­mál­anna

    Draumar, huldufólk og rökkrin: Þjóðsagnir íslenskra kvenna
    Þjóðhættir #64 · 42:11

    Draum­ar, huldu­fólk og rökkrin: Þjóð­sagn­ir ís­lenskra kvenna

    Ójöfnuður í menntun: Framtíðarsýn og áskoranir innflytjenda í atvinnumálum
    Samtal við samfélagið #10 · 53:40

    Ójöfn­uð­ur í mennt­un: Fram­tíð­ar­sýn og áskor­an­ir inn­flytj­enda í at­vinnu­mál­um