Úkraínuskýrslan

Lokanið­ur­staða ræðst þeg­ar Rúss­land og Úkraína setj­ast að samn­inga­borð­inu

Óskar Hallgrímsson fjallar um bandamenn Úkraínu í Úkraínuskýrslu vikunnar. Hann segir óhugnanlegt að fylgjast með fundum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu, þar sem Úkraínu er haldið fyrir utan.
· Umsjón: Óskar Hallgrímsson

Úkraína hefur notið stuðnings frá bandamönnum þá einkum og í sérílagi frá Bandaríkjunum síðustu ár. Samt er ljóst að lokaniðurstaða ræðst þegar Rússland og Úkraína setjast að samningaborðinu.

Zelandia sagði nýverið í grein sem ég skrifaði nýlega í Heimildina: „Úkraína þarf ekki millimenn, heldur bandamenn sem standa við bakið á okkur í samningaviðræðum.“

Trump segist hafa rætt lengi við bæði Pútín og Zelensky eftir að hann tók við embætti. Í Truth Social-pósti talaði hann um vilja Pútíns til að semja og mögulegan fund í Sádi-Arabíu, sem Bandaríkin héldu síðan án aðkomu Úkraínu.

The Telegraph greindi frá drögum að samningi sem bárust Zelensky 7. febrúar. Þar munu Bandaríkin fá helmingshlut í auðlindum Úkraínu, innviðum og orku, auk leyfisgjalda, með veð í framtíðartekjum landsins. „Þessi grein þýðir: „Borgið okkur fyrst, og síðan getið þið gefið börnunum ykkar að borða“,“ sagði heimildarmaður The Telegraph, minnir óhugnanlega á líkindi við Holodomor.

Trump sagði við Fox News að Úkraína gæti orðið rússnesk ef hún hafnaði samningnum. Skilmálarnir virðast harðari en þeir sem Þýskaland og Japan fengu eftir 1945. Jafnvel verr en samningurinn um Versali sem gerðir voru í kjölfar fyrri heimstyrjaldar og knésettu þjóðverja.

Á Ramstein-fundi bandamanna Úkraínu kom varnarmálaráðherrann Pete Hegseth fram með þá skoðun að það væri óraunverulegt – en ekki ómögulegt – að Úkraína fengi aftur landamæri sín frá 2014. Hann nefndi mögulegt „Úkraínu-NATO,“ en útilokaði þátttöku bandarískra hermanna. Það vísar til þess að Bandaríkin vilji semja beint við Rússa, með framtíð Úkraínu í húfi, en án þátttöku Evrópu.

Stríðið er komið inn í fjórða árið. Úkraínumenn deyja daglega við að verja land sitt fyrir innrás sem vakið hefur ótal ásakanir um stríðsglæpi. Friður næðist ef Rússar drægju sig til baka, en engin teikn eru á lofti um slíkt.

Og svo skyndilega á miðvikudag hófust viðræður í Ryad í Saudi Arabíu og Trump kallaði Zelensky einræðisherra í landi án kosninga.

Ég bý í Úkraínu og hef treyst á Bandaríkin sem helsta bandamann okkar. Samt finnst mér óhugnanlegt að fylgjast með fundum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu, þar sem Úkraínu er haldið fyrir utan. Brosin á fundarmönnum þegar þeir gengu út kveikja hjá mér sérstaka blöndu af ótta og ógleði.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Einn og hálfur tími um nótt
    Á vettvangi: Bráðamóttakan #4 · 53:49

    Einn og hálf­ur tími um nótt

    Blóðið í jörðinni við Panipat - Seinni hluti
    Flækjusagan · 12:38

    Blóð­ið í jörð­inni við Panipat - Seinni hluti

    Danskir húsgagnaframleiðendur í bobba
    Eitt og annað · 08:29

    Dansk­ir hús­gagna­fram­leið­end­ur í bobba

    Til minningar um ódæðisverk
    Sif · 06:35

    Til minn­ing­ar um ódæð­isverk