Úkraínuskýrslan

Ann­áll yf­ir mann­skæð­ustu árás­ir á al­menna borg­ara ár­ið 2024

Rétt eins og árið á undan var árið 2024 blóðugt fyrir almenna borgara með nær daglegum loftárásum sem héldu áfram án afláts.
· Umsjón: Óskar Hallgrímsson

Ég tók saman lista yfir allar þær loftárásir sem ég fann upplýsingar um sem ullu mannfalli meðal almennings eða tjóni á innviðum á árinu. Alls fann ég yfir 150 einstaka árásir með hundruðum stýriflauga og skotflauga, svifsprengja, ásamt þúsundum dróna og stórskotaliðsárásum.

Samkvæmt minni samantekt, sem byggir á þeim gögnum sem ég hef náð að safna, létust yfir 1.500 almennir borgarar og þúsundir til viðbótar særðust í árásunum.

Ég vil taka það skýrt fram, að þó fjallað sé um mannskæðustu árásirnar á almenna borgara á árinu í þessu myndbandi, að líf sem ekki eru nefnd í upptalningunni eru ekki minna virði. Sorgin er jafn sár fyrir alla þá sem misstu ástvini, en vegna tímatakmarkana varð ég að velja árásir sem fyrir mér teljast þær skæðustu. Hafið í huga að fyrir hvert líf sem ég nefni eru mörg líf til viðbótar sem náðu ekki inn á listann.

Ég vil árétta að þessi samantekt nær aðeins yfir brot af þeim árásum sem gerðar hafa verið á almenna borgara og borgaralega innviði, og að það er erfitt að horfa á jafnvel þetta brot.

Árið hefur verið gríðarlega erfitt, bæði fyrir okkur hjónin og okkur öll hér í Úkraínu; það verður alltaf erfiðara og erfiðara að reyna að halda höfðinu hátt á meðan þjóðin spyrnir stöðugt við með afturfótunum.

Jafnvel á meðan ég skrifa þessi orð heyri ég í loftvarnarbyssunum fyrir utan gluggan sem eru að verja okkur gegn enn einni loftárisinni.

Á næstu dögum mun Heimildin birta svipuðan annál, nema þá snúum við kastljósinu að því sem hefur gerst á vígvellinum síðustu 12 mánuði og þeim bollaleggingum sem snúa að stöðu Úkraínu á alþjóðasviðinu.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
    Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
    Hver vill búa á hrikalegu jökulskeri?
    Rannsóknir1:27:00

    Hver vill búa á hrika­legu jök­ulskeri?

    Þess vegna ættir þú að lesa eitthvað annað en þennan pistil
    Sif · 04:25

    Þess vegna ætt­ir þú að lesa eitt­hvað ann­að en þenn­an pist­il

    Á slóðum þjóðlagatónlistar, þjóðdansa og þjóðernis
    Þjóðhættir #70 · 39:36

    Á slóð­um þjóðlaga­tón­list­ar, þjóð­dansa og þjóð­ern­is

    Eitt þekktasta skip í sögu Danmerkur
    Eitt og annað · 12:12

    Eitt þekkt­asta skip í sögu Dan­merk­ur