Fullyrðing 1 af 29

Forseti getur látið leggja fram frumvörp á Alþingi.

Fullyrðing 2 af 29

Forseti getur skipað forsætisráðherra að eigin frumkvæði.

Fullyrðing 3 af 29

Forseti á að horfa til almenningsálits á einstökum stjórnmálamönnum þegar hann tekur afstöðu til myndunar ríkisstjórna og val á forsætisráðherra.

Fullyrðing 4 af 29

Forseti getur slitið þingi og látið efna til kosninga að eigin frumkvæði.

Fullyrðing 5 af 29

Embætti forseta er áhrifaembætti frekar en valdaembætti.

Fullyrðing 6 af 29

Forseti hefur sjálfdæmi um að hafa mótandi áhrif á utanríkisstefnu Íslands óháð stefnu sitjandi ríkisstjórnar hverju sinni.

Fullyrðing 7 af 29

Íslensk þjóð er fremri flestum öðrum þjóðum.

Fullyrðing 8 af 29

Forseti á að tala fyrir og lifa eftir kristnum gildum.

Fullyrðing 9 af 29

Forseti á að leggja sig fram um að viðurkenna opinberlega að kyn eru fleiri en tvö.

Fullyrðing 10 af 29

Forseti Íslands á að vinna gegn breytingum á íslenskri menningu.

Fullyrðing 11 af 29

Á Íslandi geisar menningarstríð.

Fullyrðing 12 af 29

Ísland þarf fremur sterkan leiðtoga til að gæta hagsmuna almennings heldur en valddreifingu.

Fullyrðing 13 af 29

Fjölskyldumynstur forseta Íslands á fremur að endurspegla fjölbreytileika samfélagsins en íhaldssama fjölskyldugerð.

Fullyrðing 14 af 29

Algild mannréttindi eru á endanum vestræn uppfinning og forseti á að forðast að tala fyrir þeim á alþjóðavettvangi.

Fullyrðing 15 af 29

Forseti á að taka þátt í opinberri umræðu um einstök umdeild mál.

Fullyrðing 16 af 29

Forseti á að láta í ljós afstöðu sína í umdeildum málum.

Fullyrðing 17 af 29

Forseti á að hafa eftirlit með og veita ráðherrum aðhald.

Fullyrðing 18 af 29

Forseti er öryggisventill þjóðarinnar gagnvart stjórnmálamönnum.

Fullyrðing 19 af 29

Forseti á að beita málskotsrétti sínum í meira mæli en hefur verið gert.

Fullyrðing 20 af 29

Forseti á að setja skýr og opinber viðmið um hversu hátt hlutfall kjósenda þarf að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu til að hann synji lögum undirskriftar.

Fullyrðing 21 af 29

Forseti á að beita sér fyrir hagsmunum íslenskra fyrirtækja erlendis.

Fullyrðing 22 af 29

Embætti forseta er pólitískt.

Fullyrðing 23 af 29

Forseta ber að sýna öðrum þjóðum sömu virðingu, óháð stöðu mannréttindamála í viðkomandi ríki.

Fullyrðing 24 af 29

Forseti Íslands á að forðast að gagnrýna leiðtoga annarra þjóðríkja, svo sem Donald Trump.

Fullyrðing 25 af 29

Forseta Íslands ætti að taka á móti opinberri heimsókn Xi Jinping, einráðum forseta Kína, ef sóst er eftir því.

Fullyrðing 26 af 29

Forseti Íslands á að leyfa sér að gagnrýna hernað annarra þjóða, jafnt bandamanna sem annarra.

Fullyrðing 27 af 29

Forseta Íslands ber að gagnrýna hernaðarstefnu Bandaríkjanna.

Fullyrðing 28 af 29

Forseti Íslands ætti að gagnrýna stríðsrekstur Ísraels á Gazasvæðinu.

Fullyrðing 29 af 29

Forseti Íslands á að leggja sig fram um að gagnrýna einstök tilfelli mannréttindabrota erlendis.

Þínar upplýsingar

Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til greiningar á niðurstöðum og eru ekki persónugreinanlegar. Ekki er nauðsynlegt að gefa þær upp til að svara Kosningaprófinu.

Prófinu er lokið

Smelltu hér að neðan til að fá þínar niðurstöður og samanburð við frambjóðendur. Athugaðu að útreikningurinn getur tekið nokkrar sekúndur.
Áfram

Gott að vita

  • Ef fullyrðing er merkt sem mikilvæg vegur hún þyngra í niðurstöðu og áskrifendur fá sérstakan lista yfir þau framboð sem eru sammála.
  • Þú getur notað örvarnar á lyklaborðinu til að fletta á milli fullyrðinga.
  • Viljir þú ekki taka afstöðu til einstakra fullyrðinga má sleppa því að svara henni.