Velkomin(n) í Kosningaprófið 2024

Prófið er ætlað kjósendum til aðstoðar við að velja frambjóðanda og flokk fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Niðurstöðurnar birtast myndrænt og með ítarlegri greiningu. Upplýsingarnar sem þú veitir í þessu prófi eru ekki persónugreinanlegar. Þú hefur valið styttri útgáfu prófsins. Lengri útgáfa er í boði fyrir áskrifendur Heimildarinnar.
Nauðsynlegt vegna samanburðar við frambjóðendur.
Fullyrðing 1 af 30

Stórefla þarf löggæslu á Íslandi

Fullyrðing 2 af 30

Vegaframkvæmdir ætti í auknum mæli að fjármagna með innheimtu veggjalds eða annarra notkunargjalda fremur en með framlagi úr ríkissjóði

Fullyrðing 3 af 30

Íslensk stjórnvöld ættu að beita sér fyrir viðskiptaþvingunum á Ísrael

Fullyrðing 4 af 30

Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins

Fullyrðing 5 af 30

Það er óásættanlegt að vera ávarpaður á ensku af afgreiðslufólki á Íslandi

Fullyrðing 6 af 30

Mikilvægt er að taka upp sterkari gjaldmiðil eða fastbinda gengi krónunnar við hann

Fullyrðing 7 af 30

Með tímanum ætti að bjóða upp aflaheimildir sem nú eru á forræði útgerða og afla þannig ríkinu markaðsvirðis fyrir fiskveiðikvóta

Fullyrðing 8 af 30

Grunnskólabörn eiga að fá hinsegin-fræðslu í skólanum

Fullyrðing 9 af 30

Flytja þarf Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til þess að rýma fyrir þéttari byggð

Fullyrðing 10 af 30

Það er mikilvægt að ríkissjóður verði rekinn með afgangi á næstu árum

Fullyrðing 11 af 30

Ríkið á að styðja einkarekna fjölmiðla með sérstökum skattaívilnunum eða stuðningsgreiðslum

Fullyrðing 12 af 30

Stefna ætti að auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu

Fullyrðing 13 af 30

Áfram skal unnið að uppbyggingu Borgarlínu, nýs almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

Fullyrðing 14 af 30

Mikilvægt er að halda fyrirtækjasköttum sem lægstum til að forðast flutning fyrirtækja úr landi

Fullyrðing 15 af 30

Leyfa ætti sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum

Fullyrðing 16 af 30

Skera ætti niður hjá hinu opinbera, svo sem með því að fækka verkefnum og leggja niður stofnanir

Fullyrðing 17 af 30

Einfalda þarf ferli við uppbyggingu orkuvinnslu til að auðvelda auðlindanýtingu

Fullyrðing 18 af 30

Hækka ætti skatt á arðgreiðslur fyrirtækja til eigenda þeirra

Fullyrðing 19 af 30

Það er kjánalegt að vera stolt(ur) af föðurlandinu sínu

Fullyrðing 20 af 30

Það er sjálfsagt að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo að ríkisstjórnarflokkar séu andvígir mögulegri niðurstöðu

Fullyrðing 21 af 30

Draga ætti úr hvötum til hagnaðardrifinnar útleigu íbúða með skattkerfisbreytingum

Fullyrðing 22 af 30

Fólk ætti áfram að fá að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á íbúðalán

Fullyrðing 23 af 30

Takmarka ætti AirBnB útleigu á höfuðborgarsvæðinu frekar og auka eftirlit með gististarfsemi

Fullyrðing 24 af 30

Vandi heilbrigðiskerfisins er stjórnunar- eða skipulagsvandi fremur en fjármögnunarvandi

Fullyrðing 25 af 30

Of mörg lög og reglur eru innleiddar á Íslandi að kröfu alþjóðastofnana, til dæmis vegna EES-samningsins

Fullyrðing 26 af 30

Alþingi ætti að fara alfarið að tillögum verkefnastjórnar um rammáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og hrófla ekki við flokkun hennar á virkjanakostum

Fullyrðing 27 af 30

Stjórnarskránni ætti aðeins að breyta í smáum skrefum en ekki með heildarendurskoðun

Fullyrðing 28 af 30

Kynþáttafordómar eru vandamál á Íslandi

Fullyrðing 29 af 30

Lög gegn hatursorðræðu takmarka tjáningarfrelsi of mikið

Fullyrðing 30 af 30

Réttlætanlegt er að atkvæði íbúa á landsbyggðinni í þingkosningum vegi meira en íbúa á höfuðborgarsvæðinu til að jafna vægi landshluta

Þínar upplýsingar

Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til greiningar á niðurstöðum og eru ekki persónugreinanlegar. Ekki er nauðsynlegt að gefa þær upp til að svara Kosningaprófinu.

Prófinu er lokið

Smelltu hér að neðan til að fá þínar niðurstöður og samanburð við frambjóðendur. Athugaðu að útreikningurinn getur tekið nokkrar sekúndur.
Áfram
  • Þú getur notað örvarnar á lyklaborðinu til að fletta á milli fullyrðinga.