Útskýring frambjóðanda
Þjóðgarða og friðlýst svæði er hægt að útfæra á fjölbreyttan hátt með mismunandi þarfir hvers svæðis fyrir sig í huga. Við höfum hinsvegar þegar skuldbundið okkur til þess að fjölga friðlýstum svæðum (á hafi og landi), upp í a.m.k. 30% fyrir 2030, þ.e.a.s. ljóst er að svæðunum þarf að fjölga. Þá gengur ekki að uppspunninn málflutningur um orkuþörf standi í vegi fyrir því.
Orku má vel sækja á t.d. þegar röskuð svæði, en fyrst og fremst þurfum við að bæta flutningskerfi orkunnar og huga að forgangsröðun í kerfinu, til heimila og smærri fyrirtækja.
Við mat svæða, sem og fyrirhugaðrar orkuöflunar, er lykilatriði að náttúran fái raunverulega að njóta vafans.