Útskýring frambjóðanda
Eðlilegasta fyrirkomulagið, eðlilegasti grunnur veiðiréttinda, er nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma í senn, gegn eðlilegu gjaldi. Í því sambandi eru þær breytingar sem gerðar voru á grundvelli veiðigjalda að færa álagninguna nær afkomu í rauntíma jákvæðar. Innlausn veiðiheimilda úr núverandi kerfi mætti útfæra þannig að útgerðum byðist að færa núverandi veiðiheimildir sínar, eða stærstan hluta þeirra, yfir í slík nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma, ellegar sæta tiltekinni árlegri fyrningu. Standa þarf vörð um hagsmuni minni sjávarbyggða, smábáta og minni útgerða og möguleika til nýliðunar sem aftur varðveiti fjölbreytni og endurspegli heildstæða nálgun á málefni greinarinnar.