Útskýring frambjóðanda
Að sjálfsögðu ætti markmiðið alltaf að vera að ríkið sé hallalaust eða með afgang - það er samt ekki mikilvægara en að passa upp á að opinber kerfi, velferðarkerfi séu almennilega fjármögnuð. Við þurfum að rétta úr kútnum eftir Covid og Grindavík en það á ekki að bitna á samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menntamálum oþh - ef hægt er að eiga afgang án þess að skera niður, frábært, annars er það ekki aðal málið að mínu mati (þó ríkissjóður megi alls ekki fara í alltof mikla skuld svo erfitt sé að rétta úr kútnum)