Útskýring frambjóðanda
Eðlilegasta fyrirkomulagið er nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma í senn, gegn eðlilegu gjaldi. Innlausn veiðiheimilda úr núverandi kerfi mætti útfæra þannig að útgerðum byðist að færa núverandi veiðiheimildir sínar, eða stærstan hluta þeirra, yfir í slík nýtingarleyfi til afmarkaðs tíma, ellegar sæta tiltekinni árlegri fyrningu.