Útskýring frambjóðanda
Ísland á að styðja Úkraínumenn. Þeir eru að verjast innrás heimsvaldasinnaðs nágrannaríkis, sem er að reyna að endurreisa nýlenduveldi sitt. Fyrir vopnlaust örríki eins og Ísland er mjög mikilvægt að þessi tilraun til að endurvekja nýlendustefnuna, mistakist. Sem vopnlaus þjóð höfum við blessunarlega lítið vit á drápstólum stríðsmangaranna og því held ég að það færi betur á að okkar stuðningur fælist í einhverju sem við skiljum.