Útskýring frambjóðanda
Innköllun kvóta mun hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir landsbyggðina. Innköllun kvóta þýðir að fyrirtæki sem hafa fjárfest töluverðum fjármunum í aflaheimildir verða óstöðug í rekstri. Sjávarútvegsfyrirtæki á landsbyggðinni eru mikilvægir atvinnuveitendur og mun innköllun kvóta leiða beint til samdráttar í störfum. Sjómenn, verkafólk í fiskvinnslu og fleiri aðilar munu missa vinnu sína eða eru settir í óvissu. Þegar störf tapast eða verða ótrygg, þá verða samfélögin sem byggja á sjávarútvegi enn viðkvæmari fyrir fólksflótta og samdrætti í atvinnulífi. Auka ætti sanngjarnar tekjur ríkisins og sveitarfélaga á annan veg, enda ríkir um það ákveðin sátt bæði hjá stærri fyrirtækjum í sjávarútvegi sem og í samfélögum þeirra