Útskýring frambjóðanda
Landsvirkjun eða önnur opinber orkufyrirtæki eiga að vera leiðandi í beislun vindsins. En vindorkuvinnsla er annars eðlis en virkjun jarðvarma eða stórfljóta og gera verður ráð fyrir aðkomu fyrirtækja sem ekki eru í eigu hins opinbera að þeirri starfsemi. En að sjálfsögðu ekki fyrr en þeirri starfsemi hefur verið skapaður rammi (reglur, eftirlit, gjaldtaka og staðarval) og sátt sköpuð um þennan virkjunarkost.