Útskýring frambjóðanda
Samfylkingin útilokar ekki aðkomu einkafyrirtækja, þótt Landsvirkjun eigi að vera leiðandi í virkjun vinds.
Þess vegna er nauðsynlegt að setja strax lög um auðlindagjöld á nýtingu takmarkaðra auðlinda.
Leggja á auðlindarentuskatt og/eða vinnslugjald á framleidda einingu af raforku – óháð eignarhaldi og hvort sem verið er að nýta vatnsafl, jarðvarma, vind eða aðra orkugjafa. Hluti þess gjalds ætti að renna til nærsamfélagsins.