Útskýring frambjóðanda
Fyrir lítið opið hagkerfi eins og Ísland væri best, upp á efnahagslegan stöðugleika til langs tíma, að tilheyra stærra myntsvæði, taka þannig þátt í áhættudeilingu og samtryggingu í peningamálum með öðrum fullvalda ríkjum. Einhliða fastgengisstefna er hins vegar afleit hugmynd og ég held að samningsbundin fastgengisstefna með tengingu krónu við evru og stuðningi Evrópska Seðlabankans sé algerlega óraunhæf án fullrar aðildar að Evrópusambandinu.