Útskýring frambjóðanda
Ehf-gatið er skattaglufa sem lýsir sér í því að fólk sem er með eigin rekstur, og hefur tekjur umfram 1,3 milljónir á mánuði, getur í ýmsum tilvikum greitt mun lægri skatta en launamaður á sömu tekjum.
Einstaklingar í rekstri munu þó áfram geta dregið frá allan kostnað við sinn rekstur. Að loka ehf-gatinu snýst ekki um að breyta því.
Það er jafnræðismál og snýst líka um skilvirkni. Á þetta hafa margir bent, ekki bara Samfylkingin, heldur líka Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, fjármálaráðuneytið og Alþýðusamband Íslands.