Viktor Traustason

Viktor Traustason

3. sæti, Norðausturkjördæmi
Svör frambjóðanda í Kosningaprófinu
Fullyrðing 1 af 70

Stórefla þarf löggæslu á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Byrjum á því að losa okkur við fórnarlambslausa glæpi.
Fullyrðing 2 af 70

Auka ætti útgjöld ríkissjóðs vegna listamannalauna

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Kjánalegt að skattleggja vinnandi fólk til þess að niðurgreiða ákveðna listamenn.
Fullyrðing 3 af 70

Það þarf að þyngja refsingar í kynferðisbrotamálum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Gæti vel verið. Þekki ekki lög og dóma í þessum málum.
Fullyrðing 4 af 70

Vegaframkvæmdir ætti í auknum mæli að fjármagna með innheimtu veggjalds eða annarra notkunargjalda fremur en með framlagi úr ríkissjóði

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Almennt er það betra að neytendur borgi sjálfir fyrir sína neyslu.
Fullyrðing 5 af 70

Íslensk stjórnvöld ættu að beita sér fyrir viðskiptaþvingunum á Ísrael

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég vil ekki að mér sé blandað inn í þessa deilu. Hlutleysisstefna var eitt sinn aðdáunarverð.
Fullyrðing 6 af 70

Almennt ætti að lækka skatta á Íslandi þó svo að það þýði að minnka þyrfti útgjöld ríkisins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Skattar bjaga hagkerfið og stuðla að sóun. Svona almennt séð.
Fullyrðing 7 af 70

Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Valdið nær fólkinu og einstaklingnum. Ekki fjær.
Fullyrðing 8 af 70

Það er óásættanlegt að vera ávarpaður á ensku af afgreiðslufólki á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Sé ekki hvað þetta kemur Alþingi við. Hljómar eins og eitthvað röfl.
Fullyrðing 9 af 70

Ríkið ætti að hafa beina aðkomu að aukinni uppbyggingu félagslegs húsnæðis

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið er ekki til þess að byggja húsnæði.
Fullyrðing 10 af 70

Mikilvægt er að taka upp sterkari gjaldmiðil eða fastbinda gengi krónunnar við hann

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Gerum peningamál frjáls og leggjum niður Seðlabankann frekar. Leyfum fólki bara að nota þá peninga sem það vill.
Fullyrðing 11 af 70

Ekki ætti að fjölga þjóðgörðum án þess að heimila sjálfbæra nýtingu orku á sömu svæðum þar sem hún er arðbær

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Svakalega er þetta leiðandi og óskýr spurning. Mér líður eins og ég hafi verið að labba inn í miðjar samræður.
Fullyrðing 12 af 70

Sykruð matvæli ættu að vera skattlögð meira en önnur matvæli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að stýra hegðun eða neyslu einstaklinga með sköttum.
Fullyrðing 13 af 70

Neikvæðni almennings er helsta orsökin fyrir vantrausti gagnvart stjórnmálum á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Svakalega eru þetta skrítnar spurningar. Hver samdi þetta?
Fullyrðing 14 af 70

Leggja ætti auknar álögur á fyrirtæki í ferðaþjónustu vegna álags sem atvinnugreinin setur á innviði

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það hljómar eins og allt of sértæk aðgerð sem flækir bara kerfið. Magnað hvað fólk heimtar að við séum með sameiginlegt kerfi en kvartar svo þegar sumir nota kerfið meira en aðrir.
Fullyrðing 15 af 70

Stjórnmálamenn á Íslandi segja of sjaldan af sér embætti vegna afglapa í starfi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Af hverju ættu þeir að gera það? Það er enginn hvati til þess. Íslendingar kjósa iðulega forseta sem hefur þá stefnu að hann muni ekki skipta sér að því hvað fólk gerir innan framkvæmdavaldsins. Hvaðan fær fólk þessa hugmynd að einhver segi bara af sér að fyrra bragði?
Fullyrðing 16 af 70

Með tímanum ætti að bjóða upp aflaheimildir sem nú eru á forræði útgerða og afla þannig ríkinu markaðsvirðis fyrir fiskveiðikvóta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Af hverju á ríkið eitthvað sérstaklega að græða á þeim auðlindum? Hvað með allar aðrar auðlindir á Íslandi líkt og jarðir? Það væri gaman að sjá hvernig fólk ætlar að finna markaðsvirði eftir því sem ríkið á að eiga og reka fleiri hluti í samfélaginu.
Fullyrðing 17 af 70

Grunnskólabörn eiga að fá hinsegin-fræðslu í skólanum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Er það ekki bara eitthvað innan félagsfræðiáfangans? Af hverju er verið að spyrja um svona sérstaka hluti? Hljómar eins og eitthvað sem er hægt að afkljá með einum einföldum samræðum. Varla eru þetta eitthvað svakalega flókin fræði.
Fullyrðing 18 af 70

Hækka ætti fæðingarstyrki til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að deila út styrkjum til sérhagsmunahópa eða ákveðinna aðila.
Fullyrðing 19 af 70

Vindorkuframleiðsla ætti einungis að vera í höndum Landsvirkjunar eða annarra opinberra orkufyrirtækja

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Mér er alveg sama hver setur upp vindmyllu. Sé ekki ástæðu til þess að búa til einokun og banna fólki að virkja vindinn ef það svo kýs.
Fullyrðing 20 af 70

Draga ætti úr skerðingum á aukatekjum þeirra sem þiggja örorkubætur og lífeyrisgreiðslur

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Sé ekki ástæðu til þess að letja framleiðni þessa hóps.
Fullyrðing 21 af 70

Flytja þarf Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til þess að rýma fyrir þéttari byggð

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Er þetta ekki málefni borgarinnar? Þyrfti ekki að finna stað fyrir nýjan flugvöll áður en núverandi flugvöllur er lagður niður? Er þetta ekki eitthvað sem fólk er búið að tala um í 20 ár og verður ekki svarað með einni svona spurningu?
Fullyrðing 22 af 70

Það er mikilvægt að ríkissjóður verði rekinn með afgangi á næstu árum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þangað til ríkið er orðið skuldlaust.
Fullyrðing 23 af 70

Draga ætti úr ríkisstuðningi við íslenskan landbúnað

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að styrkja ákveðna sérhagsmunahópa.
Fullyrðing 24 af 70

Stjórnmálamenn ættu að hafa meira um rekstur Ríkisútvarpsins að segja

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ekki frekar en með rekstur annarra útvarpsstöðva.
Fullyrðing 25 af 70

Ríkið á að styðja einkarekna fjölmiðla með sérstökum skattaívilnunum eða stuðningsgreiðslum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að styrkja ákveðna sérhagsmunahópa eða veita þeim undanþágur.
Fullyrðing 26 af 70

Stefna ætti að auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Engin ástæða til þess að koma í veg fyrir það að fólk veiti hvert öðru þjónustu þegar kemur að menntun barna þeirra.
Fullyrðing 27 af 70

Upplýsingagjöf til almennings innan úr stjórnsýslunni er ófullnægjandi og krefst umbóta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Fullyrðing 28 af 70

Laun kennara ættu að vera töluvert hærri en þau eru í dag

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Laun kennara ættu sem mest að ráðast á markaði. Hvort þau myndu vera hærri eða lægri veit ég ekki.
Fullyrðing 29 af 70

Áfram skal unnið að uppbyggingu Borgarlínu, nýs almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Rafhlaupahjólin hafa leyst mikið af þeim vanda.
Fullyrðing 30 af 70

Ríkið á ekki að eiga hlut í bönkum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að reka fyrirtæki á markaði.
Fullyrðing 31 af 70

Mikilvægt er að halda fyrirtækjasköttum sem lægstum til að forðast flutning fyrirtækja úr landi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það á að halda öllum sköttum sem lægstum og hafa sem fæsta skatta.
Fullyrðing 32 af 70

Leyfa ætti sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að segja fólki hvaða vímuefna það má neyta. Löstur er ekki glæpur.
Fullyrðing 33 af 70

Tollar eru nauðsynlegir til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þetta er önnur skrítin spurning. Tollar eru mögulega nauðsynlegir til þess að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu rétt eins og þeir eru nauðsynlegir til þess að vernda innlenda örgjörvaframleiðslu. Það þýðir ekki að þeir séu skynsamlegir. Afnemum alla tolla.
Fullyrðing 34 af 70

Við skipun dómara ættu ráðherra og Alþingi að fara í einu og öllu að tillögum hæfisnefnda

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Af hverju þá að blanda ráðherrum og Alþingi inn í málið yfir höfuð? Varla er lýðræðislega kosið í þessa hæfisnefnd.
Fullyrðing 35 af 70

Taka ætti frekari skref í átt að afglæpavæðingu vímuefna

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Löstur er ekki glæpur. Ríkið á ekki að segja fólki hvaða vímuefna það má neyta.
Fullyrðing 36 af 70

Skera ætti niður hjá hinu opinbera, svo sem með því að fækka verkefnum og leggja niður stofnanir

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið ætti að gera sem minnst.
Fullyrðing 37 af 70

Einfalda þarf ferli við uppbyggingu orkuvinnslu til að auðvelda auðlindanýtingu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fullt sem má einfalda.
Fullyrðing 38 af 70

Hækka ætti skatt á arðgreiðslur fyrirtækja til eigenda þeirra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Almennt ætti að lækka skatta.
Fullyrðing 39 af 70

Hið opinbera þarf að grípa meira inn í til að forðast hnignun íslenskunnar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Tungumál þróast. Ríkið á ekki að segja fólki hvernig það má og má ekki tala. Hið opinbera hefur gert meira til þess að hraða hnignun mismunandi framburða á íslensku nú þegar.
Fullyrðing 40 af 70

Hagsmunir atvinnurekenda og almennings fara yfirleitt saman

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Frekar skrítin spurning. Eru atvinnurekendur ekki hluti af almenningi? Hefur almenningur ákveðna hagsmuni?
Fullyrðing 41 af 70

Það er framleidd næg orka á Íslandi, við þurfum bara að nýta hana betur

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Hvað er nóg? Hvernig vill einhver að einhver annar nýti hana betur? Eru þessar spurningar að segja okkur eitthvað yfir höfuð?
Fullyrðing 42 af 70

Það er kjánalegt að vera stolt(ur) af föðurlandinu sínu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er alveg ákveðin týpa. Ég er ekkert sérstaklega stoltur af Esjunni. Veit ekki einu sinni hvað það þýðir.
Fullyrðing 43 af 70

Trúarbrögð eru mikilvæg forsenda góðs siðferðis

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það má hver eiga við sig. Ekki vera að blanda ríkinu inn í það.
Fullyrðing 44 af 70

Það er sjálfsagt að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo að ríkisstjórnarflokkar séu andvígir mögulegri niðurstöðu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er ekki til neitt sem heitir ríkisstjórnarflokkar. En ég sé ekki hvernig það á að koma til þess að neitt mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu sem nýtur ekki stuðnings meirihluta Alþingis.
Fullyrðing 45 af 70

Draga ætti úr hvötum til hagnaðardrifinnar útleigu íbúða með skattkerfisbreytingum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að stýra hagkerfinu eftir tíðaranda með sérstökum sköttum.
Fullyrðing 46 af 70

Ísland hefur tekið á móti of mörgum flóttamönnum á undanförnum árum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fólksflutningar ættu að vera sem frjálsastir en það ætti ekki að niðurgreiða þá með sérstökum heitum.
Fullyrðing 47 af 70

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að grípa til frekari lokana á landamærunum í COVID-faraldrinum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Viðbrögðin við Covid breyttu vestrænum lýðveldum í harðstjórnarríki. Alvarlegt hættumerki hvað ríkið getur í raun beitt miklu valdi ef það svo kýs.
Fullyrðing 48 af 70

Fólk ætti áfram að fá að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á íbúðalán

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að þvinga fólk til að spara eða segja því hvernig það má og má ekki spara.
Fullyrðing 49 af 70

Takmarka ætti AirBnB útleigu á höfuðborgarsvæðinu frekar og auka eftirlit með gististarfsemi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að segja fólki hvernig það ráðstafar sínum eignum eða hverjum það leigir sitt húsnæði.
Fullyrðing 50 af 70

Almennt orsaka eftirlitsstofnanir og reglur of mikið óhagræði á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þessar spurningar bera þess vitni.
Fullyrðing 51 af 70

Allir Íslendingar yfir 40 ára aldri ættu að fá ókeypis heilbrigðisskimanir með reglubundnu millibili

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Af hverju ættu allir Íslendingar að þurfa að fá þær ókeypis? Ætti ekki stór meirihluti þeirra að geta borgað fyrir sína eigin skimun ef þeir vilja skimun?
Fullyrðing 52 af 70

Rýmka ætti möguleika erlendra einstaklinga og fyrirtækja til að kaupa og eiga jarðir á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að banna fólki að selja útlendingi jörðina sína bara af því hann er útlendingur og koma þannig í veg fyrir að fólk sem á jarðir geti fengið sem hæst verð fyrir þær.
Fullyrðing 53 af 70

Einkaeign á náttúrunni er besta leiðin til að vernda hana

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ef þú vilt vernda einhverja náttúru er það auðveldast með því að þú eigir hana.
Fullyrðing 54 af 70

Seðlabankinn á að taka ákvörðun um stýrivexti óháð mati ríkisstjórnar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að stýra vöxtum eða öðrum verðum á markaða, hvorki í gegnum seðlabanka, ríkisráð eða Alþingi.
Fullyrðing 55 af 70

Vandi heilbrigðiskerfisins er stjórnunar- eða skipulagsvandi fremur en fjármögnunarvandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það væri strax auðveldara að svara þessari spurningu ef stærri hluti heilbrigðiskerfisins væri á markaði.
Fullyrðing 56 af 70

Einkarekstur er almennt líklegri til að auka farsæld en opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að standa í rekstri.
Fullyrðing 57 af 70

Of mörg lög og reglur eru innleiddar á Íslandi að kröfu alþjóðastofnana, til dæmis vegna EES-samningsins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það kemur í ljós ef við myndum bara afnema alla tolla.
Fullyrðing 58 af 70

Hærri skattur ætti að vera á matvæli með stórt kolefnisspor (til dæmis á kjöt) en önnur matvæli

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að stýra neyslu fólks með sérstökum sköttum.
Fullyrðing 59 af 70

Auka þarf fjárframlög hins opinbera til öryggis- og varnarmála

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Íslenskir stjórnmálamenn eiga ekki að vera í stríðsleik.
Fullyrðing 60 af 70

Alþingi ætti að fara alfarið að tillögum verkefnastjórnar um rammáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og hrófla ekki við flokkun hennar á virkjanakostum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ef Alþingi ætti alfarið að fara eftir einhverju, til hvers er þá Alþingi?
Fullyrðing 61 af 70

Barnabætur ættu að fylgja barninu og vera jafnháar til allra, óháðar tekjum foreldra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Fullyrðing 62 af 70

Stjórnarskránni ætti aðeins að breyta í smáum skrefum en ekki með heildarendurskoðun

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Eitt í einu og allt í réttri röð.
Fullyrðing 63 af 70

Vald ráðherra er of mikið takmarkað af innlendum og erlendum stofnunum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Vald ráðherra er komið frá forseta og er takmarkað af Alþingi. Þingbundin stjórn.
Fullyrðing 64 af 70

Lækka ætti álögur á eldsneyti

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að vera að með mismunandi skatta á mismunandi vörur.
Fullyrðing 65 af 70

Kynþáttafordómar eru vandamál á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Fólk er með alls kyns fordóma. Fæstir viðurkenna að þeirra fordómar séu vandamál. En á endanum eru það vandamál fyrir þau sjálf.
Fullyrðing 66 af 70

Lög gegn hatursorðræðu takmarka tjáningarfrelsi of mikið

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það ætti að takmarka tjáningu sem minnst.
Fullyrðing 67 af 70

Réttlætanlegt er að atkvæði íbúa á landsbyggðinni í þingkosningum vegi meira en íbúa á höfuðborgarsvæðinu til að jafna vægi landshluta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Kæmi mér ekki á óvart.
Fullyrðing 68 af 70

Ísland ætti ekki að styðja við Úkraínu með styrkjum til vopnakaupa

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkið á ekki að blanda mér inn í stríðsátök. Fólk getur sjálft sent Úkraínu peningana sína eða farið þangað og barist.
Fullyrðing 69 af 70

Það dregur úr þjóðaröryggi Íslands að Donald Trump verði Bandaríkjaforseti á ný

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Sé ekki hvernig.
Fullyrðing 70 af 70

Sveitarfélög ættu að fá hlutdeild í fjárhagslegum ávinningi virkjana vegna staðbundinna áhrifa þeirra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Valdið nær fólkinu.
Áfram
  • Þú getur notað örvarnar á lyklaborðinu til að fletta á milli fullyrðinga.
Fleiri frambjóðendur Píratar (P)
Hans Jónsson

Hans Jónsson

16. sæti í NA
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

1. sæti í SV
44% líkur á kjöri
Vigdís Auður Pálsdóttir

Vigdís Auður Pálsdóttir

12. sæti í NV
Kelsey Paige Hopkins

Kelsey Paige Hopkins

17. sæti í RN
Heiða Jonna Friðfinnsdóttir

Heiða Jonna Friðfinnsdóttir

9. sæti í NV
Kristbjörn Gunnarsson

Kristbjörn Gunnarsson

24. sæti í SV
Elín Kristjánsdóttir

Elín Kristjánsdóttir

25. sæti í SV
Steinar Jónsson

Steinar Jónsson

11. sæti í RN
Sara Sigrúnardóttir

Sara Sigrúnardóttir

13. sæti í RS
Margrét Dóra Ragnarsdóttir

Margrét Dóra Ragnarsdóttir

20. sæti í RS
Hrefna Árnadóttir

Hrefna Árnadóttir

19. sæti í RS
Eydís Sara Óskarsdóttir

Eydís Sara Óskarsdóttir

21. sæti í SV
Önnur framboð

Framsókn (B)

Viðreisn (C)

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Flokkur fólksins (F)

Sósíalistaflokkurinn (J)

Lýðræðisflokkurinn (L)

Miðflokkurinn (M)

Samfylkingin (S)

Vinstri græn (V)

Ábyrg framtíð (Y)