Útskýring frambjóðanda
Píratar vilja t.d. tryggja að fólk af erlendum uppruna hafi aðgang að menntun sem hentar þeirra þörfum. Erlend menntun skal metin að verðleikum, og þar sem þörf er á, eins og í lögfræði eða kennslu, skal bjóða upp á viðbótarnám til að auðvelda aðgang að íslenskum vinnumarkaði. Íslenskunám á að vera aðgengilegt öllum, óháð aldri, bakgrunni, fjárhagsstöðu eða vinnutíma, og í boði á öllum færnistigum til að styðja þátttöku í samfélaginu.