Útskýring frambjóðanda
Það þarf að endurskoða tollakerfið með hagsmuni neytenda í fyrirrúmi. Ákvarðanir um fjár- og efnahagsmál og hvernig skuli leysa þjónustu hins opinbera þarf að byggja á gögnum um hvað sé hagkvæmast og best fyrir almenning hverju sinni, í stað þess að takmarkast af hægri-vinstri kreddum. Gæði, hagkvæmni og jafnt aðgengi allra að þjónustu er mikilvægara en hugmyndafræðilegt rekstrarform.