Alexandra Briem

Alexandra Briem

4. sæti, Reykjavík norður
Svör frambjóðanda í Kosningaprófinu
Fullyrðing 1 af 70

Stórefla þarf löggæslu á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það þarf að efla samfélagslöggæslu, þar sem lögreglan er sýnileg og hluti af samfélaginu. Það þarf hins vegar að draga úr vopnvæðingu lögreglu, hætta forvirku eftirliti og hætta 'stríði gegn fíkniefnum' og líta þess í stað á fíknivanda sem heilbrigðismál og mál sem þarfnist félagslegs stuðnings.
Fullyrðing 2 af 70

Auka ætti útgjöld ríkissjóðs vegna listamannalauna

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Listamannalaun eru ágæt en það er samt erfitt að hið opinbera þurfi að velja hvaða listafólk eigi þau skilið og hver ekki. Myndi vilja byrja á að finna sanngjarnari og gegnsærri leið.
Fullyrðing 3 af 70

Það þarf að þyngja refsingar í kynferðisbrotamálum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það þarf kannski fyrst og fremst að taka tilkynningar um kynferðisbrot alvarlega, rannsaka þau og sækja til saka. Því miður erum við á þeim stað að allt of mörg hafa misst trúna á að réttarkerfið refsi gerendum og leita því réttar síns á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Við hljótum að vera sammála um að það væri betra að slík mál fengju betri framgang í réttarkerfinu.
Fullyrðing 4 af 70

Vegaframkvæmdir ætti í auknum mæli að fjármagna með innheimtu veggjalds eða annarra notkunargjalda fremur en með framlagi úr ríkissjóði

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að við ættum í meiri mæli að notast við samvinnufélög ríkis og einkaaðila utan um tilteknar framkvæmdir að norrænni fyrirmynd, svokölluð Private-public partnership (PPP) þar sem einkaaðilar framkvæma, rukka í einhvern tíma og ríkið ábyrgist ákveðið lágmark ef notkun er minni en spár gerðu ráð fyrir. En auðvitað eru einhverjar framkvæmdir þess eðlis að þær eiga að vera alfarið fjármagnaðar af hinu opinbera.
Fullyrðing 5 af 70

Íslensk stjórnvöld ættu að beita sér fyrir viðskiptaþvingunum á Ísrael

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ísrael hefur fyrir löngu gengið út fyrir öll mörk, hvernig getum við annað en tekið skýra afstöðu gegn því?
Fullyrðing 6 af 70

Almennt ætti að lækka skatta á Íslandi þó svo að það þýði að minnka þyrfti útgjöld ríkisins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að það sé óábyrgt að lofa skattalækkunum í núverandi stöðu. Það er of aðkallandi að bæta heilbrigðis og menntakerfið, ásamt velferðarkerfum landsins. Hins vegar hefur sú þróun orðið á síðustu áratugum að skattbyrðin færist stöðugt af hátekjuhópum á milli- og lágtekjuhópa. Það er löngu tímabært að snúa þeirri þróun við.
Fullyrðing 7 af 70

Ísland ætti að standa utan Evrópusambandsins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég er sjálf þeirrar skoðunar að hagsmunum og öryggi Íslands sé best borgið í nánu samstarfi við þau lönd sem við stöndum næst hugmyndafræðilega og sem öryggishagsmunir okkar fari saman með. Alveg sérstaklega er það mikilvægt að lýðræðisríki Evrópu standi þétt saman gegn ágangi Rússa í austri, og í ljósi þess að Trump er að snúa aftur sem forseti Bandaríkjanna og afstaða hans til Evrópu og NATO allt annað en vinaleg tel ég að við þurfum að hugsa hvernig við tryggjum okkar öryggi og aðgengi að mörkuðum ef Bandaríkin snúa baki við samstarfi. Ísland var á sínum tíma svikið um atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna, ég tel að við ættum að fara í hana, og mín afstaða er að við ættum að halda viðræðum áfram.
Fullyrðing 8 af 70

Það er óásættanlegt að vera ávarpaður á ensku af afgreiðslufólki á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það sem er óásættanlegt er hvernig við höfum brugðist í að bjóða fólki upp á íslenskunám án kostnaðar, og þannig að það geti sinnt því námi meðfram vinnu. Ef við viljum efla íslenskuna þurfum við líka að efla íslenska dagskrárgerð, listsköpun og bókmenntir.
Fullyrðing 9 af 70

Ríkið ætti að hafa beina aðkomu að aukinni uppbyggingu félagslegs húsnæðis

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er nauðsynlegt í núverandi stöðu að ríkið brjóti ísinn í húsnæðismálum. Ekki kannski með beinlínis stofnun byggingarfélags ríkisins, en mögulega með beinni fjármögnun, eða lánveitingum til uppbyggingar. Þó þarf að gæta að því að byggja ekki félagslega einsleit hverfi. Og til lengri tíma ætti að tryggja að öll sveitarfélög hafi ákveðið hlutfall félagslegs húsnæðis og óhagnaðardrifins húsnæðis á hverjum uppbyggingarreit, líkt og gert er í Reykjavík.
Fullyrðing 10 af 70

Mikilvægt er að taka upp sterkari gjaldmiðil eða fastbinda gengi krónunnar við hann

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Krónan er ekki gjaldmiðill sem virkar í óbreyttri mynd, það sést meðal annars á því að flest stærri fyrirtæki sem það geta eru farin að gera upp í Evrum. Við þurfum annað hvort að taka upp annan gjaldmiðil eða festa krónuna með einhverjum hætti sem býður þó upp á að ganga ekki beint í gildrur vogunarsjóða, en núverandi ástand gengur ekki.
Fullyrðing 11 af 70

Ekki ætti að fjölga þjóðgörðum án þess að heimila sjálfbæra nýtingu orku á sömu svæðum þar sem hún er arðbær

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þó ég sé ekki á móti aukinni grænni orkuöflun, að því gefnu að gert hafi verið regluverk sem kemur í veg fyrir gullgrafaraæði, og tryggir að hún sé í sátt við náttúruna og nærsamfélagið, og að sveitarfélagið fái hluta af arðseminni, þá skil ég ekki alveg af hverju ekki ætti að mega fjölga þjóðgörðum án þess að leyfa það sérstaklega í öllum tilfellum.
Fullyrðing 12 af 70

Sykruð matvæli ættu að vera skattlögð meira en önnur matvæli á grundvelli lýðheilsusjónarmiða

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að það geti verið skynsamlegt frá lýðheilsufræðilegu sjónarmiði, en veit ekki hvort mér finnst það vera hlutverk ríkisins að stýra neyslu með þeim hætti.
Fullyrðing 13 af 70

Neikvæðni almennings er helsta orsökin fyrir vantrausti gagnvart stjórnmálum á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er út í hött. Fólk upplifir vantraust vegna þess að stjórnvöld hafa ítrekað sýnt sig sem ótraustverð. Fólk sér spillingu, sérhagsmunagæslu og pilsfaldakapítalisma. Það sér sífellt meiri misskiptingu valds, sífellt meiri skattbyrði færast á lægri tekjur og sér heilbrigðiskerfi og aðra innviði grotna niður og einkavædda. Þar að auki sér fólk sífellt sömu valdagráðugu einstaklingana komast til valda, jafnvel með fulltingi fólks sem bauð sig fram til að koma þeim frá völdum. Við erum á síðasta snúningi að koma á alvöru jákvæðum breytingum sem gefa fólki von. Annars fær fólk á endanum nóg og kýs einhvern hræðilegan popúlista eins og Trump til að fá allavega einhverjar breytingar.
Fullyrðing 14 af 70

Leggja ætti auknar álögur á fyrirtæki í ferðaþjónustu vegna álags sem atvinnugreinin setur á innviði

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Já, það er mikilvægt að þær greinar sem búa til álag á innviði greiði til sveitarfélagsins þar sem þeir innviðir eru svo að hægt sé að viðhalda þeim og svo að nærsamfélagið hafi beina hagsmuni af að efla þá.
Fullyrðing 15 af 70

Stjórnmálamenn á Íslandi segja of sjaldan af sér embætti vegna afglapa í starfi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að þó svo örfáar undantekningar hafi orðið á síðari árum, þá sé svarið augljóslega Já. Alveg sérstaklega er það fáránlegt að segja af sér einu ráðuneyti vegna afglapa og færa sig bara í annað.
Fullyrðing 16 af 70

Með tímanum ætti að bjóða upp aflaheimildir sem nú eru á forræði útgerða og afla þannig ríkinu markaðsvirðis fyrir fiskveiðikvóta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Já, þær ætti að innleysa með tímanum og bjóða út tímabundið. Í millitíðinni er nauðsynlegt að hækka veiðigjald töluvert, og tryggja að allur afli fari á markað.
Fullyrðing 17 af 70

Grunnskólabörn eiga að fá hinsegin-fræðslu í skólanum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel það mjög eðlilegan hluta af samfélagsfræðslu og mikilvægt til þess að börn sem eru hinsegin eða velkjast í vafa viti um hvað sé að ræða. Það gerir engum illt og upplýsingar gera engan hinsegin sem er það ekki fyrir.
Fullyrðing 18 af 70

Hækka ætti fæðingarstyrki til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Fullyrðing 19 af 70

Vindorkuframleiðsla ætti einungis að vera í höndum Landsvirkjunar eða annarra opinberra orkufyrirtækja

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að það fari best á því að stórvirkir orkuinnviðir séu á hendi opinberra aðila, en vil þó taka fram að minniháttar orkuframleiðsla fyrir stök hús eða hverfi, t.d. með sólarsellum á húsþökum hefur gefist vel erlendis og ég sé ekki ástæðu til að vera á móti slíku.
Fullyrðing 20 af 70

Draga ætti úr skerðingum á aukatekjum þeirra sem þiggja örorkubætur og lífeyrisgreiðslur

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Kerfið í dag refsar fólki fyrir að reyna að bjarga sér og bæta stöðu sína, og raunverulega ýtir því til óvirkni, það er fáránlegt.
Fullyrðing 21 af 70

Flytja þarf Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni til þess að rýma fyrir þéttari byggð

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er algjörlega borðleggjandi og nauðsynlegt. Í vatnsmýri hefur flugvöllurinn enga vaxtarmöguleika. Þess utan eru hagsmunir íbúa Reykjavíkur af skynsamari landnýtingu þar alveg gífurlegir. Það getur dregið úr umferð, dregið úr mengun og hjálpað mjög að fjölga húsnæði.
Fullyrðing 22 af 70

Það er mikilvægt að ríkissjóður verði rekinn með afgangi á næstu árum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er vissulega markmiðið, en það er ekki eina markmiðið Við ættum að ná inn auknum tekjum gegnum veiðigjald og breytt skattkerfi, en það er líka nauðsynlegt að nýta það svigrúm til að efla heilbrigðis, velferðar og menntakerfið. Sú fjárfesting mun líka skila sér.
Fullyrðing 23 af 70

Draga ætti úr ríkisstuðningi við íslenskan landbúnað

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Nei, en það ætti að breyta honum töluvert. Styðja við bændur beint og styðja þá til grænnar starfsemi, frekar en með því að búa til hvata til offramleiðslu. Það eru mikil tækifæri í að gera betur fyrir bændur. En við þurfum kannski að breyta því aðeins hvað það felur í sér
Fullyrðing 24 af 70

Stjórnmálamenn ættu að hafa meira um rekstur Ríkisútvarpsins að segja

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ríkisútvarpið er mikilvægur miðill, bæði sem menningarstofnun og sem upplýsingaveita. Pólitísk afskipti þar myndu bara draga úr trausti almennings. Hvað sem öllum áróðri líður þá er hlutlaust ríkisútvarp sífellt mikilvægara eftir því sem upplýsingaóreiða í heiminum eykst.
Fullyrðing 25 af 70

Ríkið á að styðja einkarekna fjölmiðla með sérstökum skattaívilnunum eða stuðningsgreiðslum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Já, en það er mikilvægt að það sé gert skynsamlega og þannig að gerð sé krafa um óhlutdrægan fréttaflutning. Það er ótrúlegt að ríkið sé að styðja við miðla sem eru leynt og ljóst reknir sem flokksmiðlar og jafnvel reknir í miklu tapi af fjársterkum aðilum sem hafa hagsmuni af því að ákveðnir flokkar séu við völd. Það getur verið mjög flókið að gera það vel og kannski skárra að gera það ekki ef það er ekki hægt að gera það vel.
Fullyrðing 26 af 70

Stefna ætti að auknum einkarekstri í grunnskólakerfinu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég er ekki á móti því að það sé einhver einkarekstur, ef hann er í samræmi við aðalnámsskrá, þar er viðhaft virkt eftirlit og starfsemin almennt í samræmi við lög, en mér finnst það óskiljanlegt að hafa það sem sjálfstætt markmið að auka þann einkarekstur.
Fullyrðing 27 af 70

Upplýsingagjöf til almennings innan úr stjórnsýslunni er ófullnægjandi og krefst umbóta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er mikilvægt að auka mjög aðgengi almennings og fréttamiðla að upplýsingum. Fyrir utan beinlínis persónuleg gögn, gögn sem varða viðkvæm milliríkjamál, beina viðskiptahagsmuni ríkisins, öryggishagsmuni landsins eða annað slíkt, ætti alltaf að vera auðvelt og aðgengilegt að fá upplýsingar frá hinu opinbera.
Fullyrðing 28 af 70

Laun kennara ættu að vera töluvert hærri en þau eru í dag

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það þarf að ná nýrri þjóðarsátt um launakjör og eitt af því sem þarf að leiðrétta eru kjör hefðbundinna kvennastétta gagnvart hefðbundnum karlastéttum með svipaðar menntunarkröfur. Það er þó ljóst að þetta þarf að gerast í stóru samhengi svo að ein hækkun leiði ekki bara af sér aðra þar til öll eru hlutfallslega á sama stað og þau byrjuðu.
Fullyrðing 29 af 70

Áfram skal unnið að uppbyggingu Borgarlínu, nýs almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er algjört lykilatriði fyrir höfuðborgarsvæðið. Það er besta leiðin til að draga úr umferð, til að draga úr mengun og til að bæta líf fólks. Það var á sínum tíma farið í ítarlegan samanburð á mismunandi leiðum til að takast á við umferð eftir því sem íbúum fjölgar og það er alveg klárt, svart á hvítu, að aðrar aðferðir til að reyna það, fleiri vegir, fleiri mislæg gatnamót, osfrv. kosta meira og duga verr. Þetta vita öll sem kynna sér það og einu sem halda öðru fram annað hvort hafa ekki gert það, eða eru vísvitandi að tala gegn betri vitund.
Fullyrðing 30 af 70

Ríkið á ekki að eiga hlut í bönkum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Mér finnst það ekkert sjálfsagt að það megi alls ekki. Kannski ætti ríkið ekki að eiga ráðandi hlut í lengri tíma og vera þannig í beinni samkeppni við aðra aðila á markaði. En ég sé ekki af hverju ríkið ætti ekki að mega eiga, beint eða óbeint, einhvern þöglan hluti og vera þannig með reglulegar tekjur. Þó mér finnist það heldur ekki sjálfstætt markmið að ríkið verði að eiga slíkan hlut, og það ætti alltaf að gæta þess hvaða áhrif það hafi á samkeppni.
Fullyrðing 31 af 70

Mikilvægt er að halda fyrirtækjasköttum sem lægstum til að forðast flutning fyrirtækja úr landi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Auðvitað eiga fyrirtækjaskattar ekki að vera fáránlega háir. En ég þoli alls ekki þá uppstillingu sem fjölþjóðleg fyrirtæki beita sér fyrir, að ríki heims verði að keppast við að taka sem næst enga skatta eða gjöld til þess að fyrirtækin íhugi að setjast þar að. Mér finnst ekki að Ísland eða önnur ríki eigi að taka þátt í þeim leik, frekar ættum við að vinna að samstöðu ríkja um samræmd viðmið í gjaldtöku.
Fullyrðing 32 af 70

Leyfa ætti sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þó svo ég hafi skilning á þeim lýðheilsusjónarmiðum sem fólk hefur áhyggjur af, þá tel ég að fullorðið fólk eigi að geta tekið ákvarðanir um sína eigin neyslu áfengis án handstýringar ríkisins. Mörg nágrannaríki okkar leyfa það án þess að það hafi steypt þeim í glötun. Auðvitað þarf samt að tryggja að verslanir fari að reglum ef þær selja áfengi.
Fullyrðing 33 af 70

Tollar eru nauðsynlegir til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Tollar búa til kostnað, og raunar töluvert tap, fyrir allt hagkerfið, til þess að tryggja að tiltekin innlend starfsemi sem ekki getur annars orðið ofan á í samkeppni, eigi möguleika. Ég tel að það sé nauðsynlegt að styðja við íslenskan landbúnað, en ég tel að tollar séu slæm leið til þess. Frekar myndi ég vilja auka við beinan stuðning til bænda.
Fullyrðing 34 af 70

Við skipun dómara ættu ráðherra og Alþingi að fara í einu og öllu að tillögum hæfisnefnda

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Við einfaldlega getum ekki leyft okkur slíkan molbúahátt að heilt dómstig missi trúverðugleika til þess að stjórnmálamenn geti skipað sér þóknanlega dómara. Það er fullkomlega óverjandi.
Fullyrðing 35 af 70

Taka ætti frekari skref í átt að afglæpavæðingu vímuefna

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það ætti að líta á fíknivanda sem félagslegt mál og heilbrigðismál, ekki glæp. Það jaðarsetur bara enn frekar fólk sem er í slæmri stöðu fyrir og hindrar það í að leita hjálpar. Á sama tíma býr það kerfi til stöðuga tekjulind fyrir glæpamenn sem misnota það fólk og nota fjármagnið í aðra glæpastarfsemi. Við hljótum að geta verið snjallari en það að halda áfram aðferð sem hefur fyrir löngu síðan sýnt að hún virkar ekki til að stöðva, eða einu sinni minnka, vandann.
Fullyrðing 36 af 70

Skera ætti niður hjá hinu opinbera, svo sem með því að fækka verkefnum og leggja niður stofnanir

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Að því sögðu að það getur vel þurft að breyta einhverju í forgangsröðun og hagræða eitthvað til að allt gangi upp, þá er það fráleitt að hafa það sem markmið í sjálfu sér. Við þurfum að styrkja heilbrigðiskerfið, sérstaklega geðheilbrigðiskerfið, félagsleg úrræði, skóla og aðra innviði. Kannski verðum við einn góðan veðurdag á þeim stað að við höfum byggt upp nóg og getum hugsað um að draga úr, en við erum langt frá þeim degi í dag.
Fullyrðing 37 af 70

Einfalda þarf ferli við uppbyggingu orkuvinnslu til að auðvelda auðlindanýtingu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að við þurfum skýrt og gegnsætt regluverk sem tryggir að orkuöflun sé í sátt við náttúruna og samfélagið, en ég veit ekki hvort okkur ætti að liggja á að gera það of fljótlegt og þægilegt.
Fullyrðing 38 af 70

Hækka ætti skatt á arðgreiðslur fyrirtækja til eigenda þeirra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er alveg ótækt að ríkasti hluti landsmanna sem hefur mestan part tekna sinna af fjármagnstekjum og arðgreiðslum greiði hlutfallslega lang minnst til samfélagsins. Það getur þurft að finna rétta leið til að það bitni ekki of á fólki sem hefur bara lítinn hluta tekna sinna af því tagi, en við hljótum að vilja leiðrétta þetta.
Fullyrðing 39 af 70

Hið opinbera þarf að grípa meira inn í til að forðast hnignun íslenskunnar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Já, með aukinni íslenskukennslu sem annað tungumál, meiri stuðningi við menningarstarfsemi, íslenska dagskrárgerð og bókmenntir.
Fullyrðing 40 af 70

Hagsmunir atvinnurekenda og almennings fara yfirleitt saman

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þeir geta alveg farið saman, en það er ekkert lögmál og oftar er það á hinn veginn. Atvinnurekendur hafa oft hagsmuni af því að samkeppni við þá sé lítil, t.d. eða að þeir geti gengið á auðlindir og almannagæði, eða valdið mengun, án þess að greiða fyrir það. En almenningur hefur hagsmuni af hinu gagnstæða.
Fullyrðing 41 af 70

Það er framleidd næg orka á Íslandi, við þurfum bara að nýta hana betur

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Frekar sammála því, ég er ekki á móti frekari grænni orkuöflun, en mér finnst við verða að skilgreina regluverkið vel og hugsa vel hvað við erum nú þegar að setja orkuna í áður en við flýtum okkur í meiri orkuöflun.
Fullyrðing 42 af 70

Það er kjánalegt að vera stolt(ur) af föðurlandinu sínu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er amk. fáránlegt ef það gengur of langt, ef það er meira en bara svona almennt hluttekning með því þegar vel gengur, eða skömmustutilfinning þegar eitthvað vandræðalegt gerist. Ímynd okkar út á við er eitthvað sem hefur áhrif á okkur öll. En ekkert okkar valdi að fæðast hér, ekkert okkar ber ábyrgð á því sem forfeður okkar gerðu, gott eða slæmt. Það er fínt að líka vel við landið sitt og vilja því vel, en ef það er farið að verða lykilþáttum í sjálfsáliti eða sjálfsmynd fólks, þá er hætta á að það snúist í eitthvað verra.
Fullyrðing 43 af 70

Trúarbrögð eru mikilvæg forsenda góðs siðferðis

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Trúarbrögð GETA verið leið til að nálgast gott siðferði, en þau GETA líka verið leið til að réttlæta óréttlæti eða fordóma. Ef einhver hegðar sér bara vel af ótta við refsingu, þá er það ekki góð manneskja, bara slæm manneskja í taumi. Siðferði getur vel byggst á samkennd, velvilja og væntumþykju án þess að vera tengd æðri máttarvöldum.
Fullyrðing 44 af 70

Það er sjálfsagt að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu þó svo að ríkisstjórnarflokkar séu andvígir mögulegri niðurstöðu

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Auðvitað er það sjálfsagt, en það þarf að vera hægt að setja þá kosningu í gang með vel skilgreindum hætti án duttlunga ráðamanna, og þannig að afleiðingarnar séu alveg skýrar. Þeas. það er erfitt að hafa bindandi atkvæðagreiðslu um tillögu ef hún er ekki fyrirfram skýr, það væri erfitt ef einhver sem er andfallinn henni þyrfti svo að búa til útfærsluna.
Fullyrðing 45 af 70

Draga ætti úr hvötum til hagnaðardrifinnar útleigu íbúða með skattkerfisbreytingum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Húsnæði á að vera heimili fyrst. Það þarf að vera þannig að það sé auðveldara fyrir fólk sem vantar heimili að kaupa það, en fyrir hagnaðardrifin fyrirtæki eða einstaklinga með margar eignir að bæta við sig enn einni. Góð byrjun væri að húsnæði sem enginn á lögheimili í greiddu fasteignagjöld eins og um atvinnuhúsnæði væri að ræða.
Fullyrðing 46 af 70

Ísland hefur tekið á móti of mörgum flóttamönnum á undanförnum árum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það vandamál var einfaldlega búið til af ríkinu. Sérstaklega er það vegna þess að fólk frá Venesúela var á einu bretti svipt sérstakri vernd og misstu þá í einni hendingu atvinnuleyfi og lentu á framfærslu hins opinbera. Augljóslega bjó það til mikinn kostnað. Við getum ekki komið í veg fyrir að fólk leiti hér verndar, en við getum leyft því að vinna, það vill vinna og vera þátttakendur í samfélaginu.
Fullyrðing 47 af 70

Íslensk stjórnvöld hefðu átt að grípa til frekari lokana á landamærunum í COVID-faraldrinum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að með einstaka minniháttar undantekningum hafi stjórnvöld á Íslandi tekist rétt á við Covid. Í einhverjum tilfellum var gengið aðeins of langt, í einhverjum tilfellum opnað aðeins of snemma. En ég tel að það sé auðvelt að vera vitur eftirá og að þrátt fyrir allt hafi þau farið nokkuð vel að.
Fullyrðing 48 af 70

Fólk ætti áfram að fá að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á íbúðalán

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég er vissulega sammála því, en það dugir ekki til lengri tíma. Við leysum ekki húsnæðisvandann, sem er skortur á húsnæði, með því að gera fólki auðveldara að taka og greiða hærri lán, eða byggja minni og ódýrari íbúðir (sem er leið til að gera fólki kleift að greiða hátt fermetraverð með því að fækka fermetrunum) Það eru allt lausnir á eftirspurnarhliðinni. Við verðum að auka framboð á húsnæði, það er það eina sem dugar. Flöskuhálsinn þar er ekki lóðaskortur, sama hvað verktakar segja, heldur fjármagnskostnaður og það að þeir sitja á lóðum frekar en byggja á þeim.
Fullyrðing 49 af 70

Takmarka ætti AirBnB útleigu á höfuðborgarsvæðinu frekar og auka eftirlit með gististarfsemi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það verður að auka eftirlitið, færa það frá sýslumönnum til sveitarfélaga, og það verður að herða regluverkið. Sveitarfélög verða að geta skipulagt húsnæði, vitandi að það verði húsnæði fyrir fólk en ekki atvinnustarfsemi, en stærri rekstraraðilar í skammtímaleigu eru í raun farnir að reka í raun dreifð hótel. Vandinn er ekki fólk sem leigir herbergi út, eða íbúðina sína einhverja mánuði á ári, heldur að þetta er bara orðið eins og hver annar fyrirtækjarekstur, í húsum sem áttu að fara á markað.
Fullyrðing 50 af 70

Almennt orsaka eftirlitsstofnanir og reglur of mikið óhagræði á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þess eru vissulega dæmi, og það má einfalda regluverk víða. En almennt myndi ég vara mig á því að líta á það sem lausn allra mála
Fullyrðing 51 af 70

Allir Íslendingar yfir 40 ára aldri ættu að fá ókeypis heilbrigðisskimanir með reglubundnu millibili

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er frábær hugmynd og ég hef litlu við það að bæta. Nema bara að það ætti að gilda um alla íbúa landsins.
Fullyrðing 52 af 70

Rýmka ætti möguleika erlendra einstaklinga og fyrirtækja til að kaupa og eiga jarðir á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég hef ekki sérstaka skoðun á því. Mér finnst ekki að ríkið eigi að mismuna fólki eftir þjóðerni, en á sama tíma sé ég ekki að það eigi að vera sérstakt markmið að selja útlendingum jarðir. Því ber þó að halda til haga að þó svo útlendingur eigi etv. einhverja jörð, þá virðast sumir halda að það land hætti þá að heyra undir íslensk lög eða reglur. Það er auðvitað ekki þannig. (Með undantekningu um lóðir sendiráða auðvitað)
Fullyrðing 53 af 70

Einkaeign á náttúrunni er besta leiðin til að vernda hana

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég get ekki ímyndað mér í hvaða undarlega veruleika sú setning gæti mögulega verið sönn. Mögulega áhugavert viðfangsefni fyrir höfunda fantasíubókmennta eða vísindaskáldskapar, en ekkert sem á erindi við okkur hér og nú.
Fullyrðing 54 af 70

Seðlabankinn á að taka ákvörðun um stýrivexti óháð mati ríkisstjórnar

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Sjálfstæði seðlabanka er gífurlega mikilvægt og stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af þeim vaxtaákvörðunum sem þar eru teknar. Að því sögðu þá getur verið eðlilegt að stjórnmálin skilgreini hver séu langtímamarkmið með vaxtaákvörðunum.
Fullyrðing 55 af 70

Vandi heilbrigðiskerfisins er stjórnunar- eða skipulagsvandi fremur en fjármögnunarvandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er vel mögulegt að um stjórnunar og skipulagsvanda sé að ræða, en það er þá til viðbótar við fjármögnunarvanda.
Fullyrðing 56 af 70

Einkarekstur er almennt líklegri til að auka farsæld en opinber rekstur í heilbrigðisþjónustu á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þó ég sé ekki alfarið á móti einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, t.d. þegar kemur að valkvæðum aðgerðum, þá tel ég að opinber rekstur sé skynsamasta leiðin til að tryggja meginþorra heilbrigðisþjónustu. Það má ekki láta þá innviði grotna niður til þess að auðvelda útboð á þjónustu og einkavæðingu.
Fullyrðing 57 af 70

Of mörg lög og reglur eru innleiddar á Íslandi að kröfu alþjóðastofnana, til dæmis vegna EES-samningsins

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Við ættum að hafa meira um þau að segja, og ættum að skoða nánar aðild að ESB, en yfir það heila er samræmt regluverk jákvætt og almennt eru reglur frá Evrópu vel ígrundaðar.
Fullyrðing 58 af 70

Hærri skattur ætti að vera á matvæli með stórt kolefnisspor (til dæmis á kjöt) en önnur matvæli

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Kolefnisspor framleiðslu er ákveðinn markaðsbrestur og það er eðlilegt að ríkið leiðrétti hann svo að staða þeirra sem selja vörur sé jöfn. Kolefnisspor býr til kostnað fyrir samfélagið, það er rétt að skila honum til þeirra sem búa hann til.
Fullyrðing 59 af 70

Auka þarf fjárframlög hins opinbera til öryggis- og varnarmála

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Því miður tel ég að það geti reynst nauðsynlegt til lengri tíma. Amk. sem hluti af okkar varnarsamstarfi veit ég ekki hversu lengi við getum haft væntingar um að þurfa ekkert að huga að því.
Fullyrðing 60 af 70

Alþingi ætti að fara alfarið að tillögum verkefnastjórnar um rammáætlun, áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða, og hrófla ekki við flokkun hennar á virkjanakostum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég er frekar ósammála því að það liggi á að virkja meira, en meirihluti reiknaðrar þarfar á orku er framreiknuð spá um framleiðslu á rafeldsneyti fyrir flugsamgöngur. Ég tel að við ættum að byrja á því að kanna hversu nærtækt það er og hvort við viljum frekar endurskoða eitthvað af því sem við erum þegar að nota orku í.
Fullyrðing 61 af 70

Barnabætur ættu að fylgja barninu og vera jafnháar til allra, óháðar tekjum foreldra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála
Fullyrðing 62 af 70

Stjórnarskránni ætti aðeins að breyta í smáum skrefum en ekki með heildarendurskoðun

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég tel að heildarendurskoðun geti verið farsælli, þar sem þá geti einstaka liðir virkað saman án þess að þurfa að virka bæði með nýrri og eldri stjórnarskrá. Að því sögðu gæti verið farsælt að nálgast endurskoðun í áföngum, ég er ekki hart á móti því ef endurskoðunin næst.
Fullyrðing 63 af 70

Vald ráðherra er of mikið takmarkað af innlendum og erlendum stofnunum

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ráðherraræði á Íslandi er gífurlega mikið og ætti frekar að takmarka og skilgreina frekar vald og ábyrgð ráðherra.
Fullyrðing 64 af 70

Lækka ætti álögur á eldsneyti

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Ég sé ekki með hvaða hætti það myndi hjálpa okkur að berjast gegn loftslagsbreytingum.
Fullyrðing 65 af 70

Kynþáttafordómar eru vandamál á Íslandi

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þeir eru það sannarlega. Þó við séum kannski ekki sjálf að valda þeim, og sjáum þá ekki, þá verðum við að trúa fólkinu sem lendir í þeim. Rasistar hanga hver með öðrum og passa sig í kringum aðra. Þó þú sjáir það ekki er ekki þar með sagt að það sé ekki til.
Fullyrðing 66 af 70

Lög gegn hatursorðræðu takmarka tjáningarfrelsi of mikið

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Þó ég sé mjög fylgjandi tjáningarfrelsi almennt, þá er hatursorðræða ekki bara einhver tjáning, það er tjáning sem veldur skaða, og skaði gegn öðrum er ein af fáu réttlætingunum til að setja einhverjar hömlur á frelsi.
Fullyrðing 67 af 70

Réttlætanlegt er að atkvæði íbúa á landsbyggðinni í þingkosningum vegi meira en íbúa á höfuðborgarsvæðinu til að jafna vægi landshluta

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er algjörlega óréttlætanlegt. Ef okkur finnst mikilvægt að rétta stöðu landsbyggðar með einhverjum hætti, þá hlýtur það að vera hægt með öðrum ráðum en lýðræðishalla.
Fullyrðing 68 af 70

Ísland ætti ekki að styðja við Úkraínu með styrkjum til vopnakaupa

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Úkraína má ekki tapa fyrir Rússlandi, eða vera þvingað til friðar sem gefur eftir landsvæði eða skiptir út ríkisstjórn Úkraínu fyrir aðra þóknanlega Kreml. Það væri versta niðurstaðan að Pútin lærði að svona árásarstríð virki og skili honum því sem hann vill. Nú þegar Trump stefnir aftur á Hvíta Húsið, og hann mun örugglega ekki styðja áfram við Úkraínu með sama hætti, er þeim mun mikilvægara að Evrópa standi saman.
Fullyrðing 69 af 70

Það dregur úr þjóðaröryggi Íslands að Donald Trump verði Bandaríkjaforseti á ný

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það er fullkomlega augljóst.
Fullyrðing 70 af 70

Sveitarfélög ættu að fá hlutdeild í fjárhagslegum ávinningi virkjana vegna staðbundinna áhrifa þeirra

  • Mjög ósammála
  • Frekar ósammála
  • Hlutlaus
  • Frekar sammála
  • Mjög sammála

Útskýring frambjóðanda

Það liggur beint við að sveitarfélög ættu að hafa hagsmuni af því og græða á því ef slík starfsemi fer fram innan þeirra marka, með undantekningu fyrir mjög litla starfsemi svosem sólarsellur á húsþaki eða slíkt.
Áfram
  • Þú getur notað örvarnar á lyklaborðinu til að fletta á milli fullyrðinga.
Fleiri frambjóðendur Píratar (P)
Kristín Vala Ragnarsdóttir

Kristín Vala Ragnarsdóttir

5. sæti í RN
Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir

Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir

11. sæti í NV
Guðrún Ágústa Þórdísardóttir

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir

4. sæti í NA
Lárus Vilhljálmsson

Lárus Vilhljálmsson

10. sæti í SV
Gréta Ósk Óskarsdóttir

Gréta Ósk Óskarsdóttir

11. sæti í SV
Elín Kona Eddudóttir

Elín Kona Eddudóttir

9. sæti í SV
Sunna Einarsdóttir

Sunna Einarsdóttir

2. sæti í NV
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir

12. sæti í RS
Karítas Sól Þórisdóttir

Karítas Sól Þórisdóttir

16. sæti í S
Björn Leví Gunnarsson

Björn Leví Gunnarsson

1. sæti í RS
46% líkur á kjöri
Tinna Helgadóttir

Tinna Helgadóttir

8. sæti í RN
Egill H. Bjarnason

Egill H. Bjarnason

12. sæti í S
Önnur framboð

Framsókn (B)

Viðreisn (C)

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Flokkur fólksins (F)

Sósíalistaflokkurinn (J)

Lýðræðisflokkurinn (L)

Miðflokkurinn (M)

Samfylkingin (S)

Vinstri græn (V)

Ábyrg framtíð (Y)