Útskýring frambjóðanda
Við viljum að öll áhersla í ríkisfjármálum sé á velferð, jöfnuður og að helstu innviðir landsins samfélagslega reknir svo sem skólakerfi, heilbrigðiskerfi, bankakerfi, samgöngukerfi, velferðarkerfi, orkuveitur og fleira og séð til þess að ríkið útvisti ekki verkefnum þeim tengdum og sé fyrirmynd í heiðarlegum viðskiptaháttum. Skattkerfið sé þá nýtt á allan máta sem raunverulegt tekjujöfnunartæki og persónuafsláttur hækkaður verulega og leiðréttur miðað við verðlagsbreytingar síðustu ára, skattþrepum fjölgað og hátekjuskattur innheimtur svo hér sé lagður fullur auðlegðarskattur.