Útskýring frambjóðanda
Listir og menning eru arðbær auðlind og án menningar og lista er samfélagið fátækara. Listafólk hefur nýverið bent á þá staðreynd að hver króna sem varið er til lista verður að þremur í hagkerfinu. Þetta er fjárfesting sem skilar sér margfalt og vekur athygli og áhuga á landi og þjóð út fyrir landsteinana. Einnig má nefna tungumálið í þessu samhengi, en til þess að viðhalda íslenskri tungu þarf að fara fram listsköpun á tungumálinu. Þetta er mikilvægt, ekki bara fyrir þau sem hafa íslensku að móðurmáli og þurfa nýtt efni til að æfa lestur og hlustun, heldur einnig fyrir nýja notendur.